Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður kl. 14:00.
Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, bréf dagsett þann 21. apríl 2017, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.400.000 við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla vegna endurnýjunar á tölvubúnaði í tölvuveri fyrir nemendur, alls 17 tölvur.
Fram kemur að vegna þróunar í hugbúnaði er varðar kennslu í upplýsinga- og tæknimennt hjá nemendum þá hefur það leitt til þess að mörg kennsluforrit virka ekki sem skyldi með notkun Multiseat tölva, það er ein tölva og 10 stöðvar sem eru tengdar inn á þessa einu tölvu. Tölvurnar frjósa oft með tilheyrandi vandræðum í kennslu. Ýmislegt hefur verið reynt til að láta kerfin virka en eftir sem áður eru vandamálin töluvert heftandi.
Til umræðu ofangreint.
Bjarni Jóhann vék af fundi kl. 14:10.