Vorfundur íþrótta- og ækulýðsráðs 2017

Málsnúmer 201703024

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 87. fundur - 07.03.2017

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vorfundur ráðsins verði haldinn 2. maí 2017 kl. 16:00.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 89. fundur - 02.05.2017

Undir þessum lið og það sem eftir var fundar komu eftirfarandi aðilar á fundinn til að kynna niðurstöður ársreiknings og skýrslu sem og til samráðs um aðra þætti:


Kristján Ólafsson - UMFS

Hjördís Jóna Bóasdóttir - Fimleikadeild UMFS

Stefán Garðar Níelsson - Dalvík-Reynir

Bjarni Jóhann Valdimarsson - Golfklúbburinn Hamar

Lilja Björk Reynisdóttir - Hestamannafélagið Hringur

Snæþór Arnþórsson - Skíðafélag Dalvíkur

Marinó Þorsteinsson - Ungmennafélagið Reynir

Hólmfríður Gíslasdóttir - Sundfélagið Rán

Guðríður Sveinsdóttir - Blakfélagið Rimar

Fulltrúi frá Þorsteinni Svörfuði boðaði forföll


Fulltrúar félaganna fóru yfir rekstur og starfsemi félaganna.
Rætt var um tryggingarmál, uppbyggingu íþróttasvæða, kostnað við rekstur félaga og styrkjamál.

Óskað eftir því að fulltrúar félaganna myndu skoða hvort það væri tilefni til að tilnefna í haust aðila sem hlýtur heiðursviðurkenningu íþrótta- og æskulýðsráðs. Óskað verður eftir því formlega í haust, samhliða því þegar óskað verður eftir tilnefndingum til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar.

Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs þakkaði fundarmönnum kærlega fyrir fundinn og ítrekaði hversu mikilvægu starfi fundargestir væru að sinna innann sinna félaga.