Tekið fyrir minnisblað frá sviðstjórum fjármála- og stjórnsýslusviðs og fræðslu- og menningarsviðs, þar sem vísað er í fund frá 1. febrúar s.l. um Upplýsingamiðstöð ferðamála en þann fund sátu ásamt sviðstjórum uppýsingafulltrúi og forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns. Niðurstaða af fundinum var að leggja til við byggðaráð að verkefni Upplýsingamiðstöðvar verði flutt frá fjármála- og stjórnsýslusviði og yfir til Bókasafns Dalvíkurbyggðar þar sem Upplýsingarmiðstöðin verði hluti af verkefnum safnsins til framtíðar, nema að annað sé ákveðið.
Til umræðu ofangreint.
b) Byggaðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fjármagn á fjárhagsáætlun vegna reksturs á Upplýsingamiðstöð verði flutt af deild 13600 og yfir á deild 05210, alls kr.1.394.859 með viðauka 2/2017.