Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Endurskoðun samninga við Fjölís

Málsnúmer 201702037

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 811. fundur - 16.02.2017

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 7. febrúar 2017 þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 27. janúar s.l. var samþykkt að mæla með því við sveitarfélögin að þau gangi til samninga við FJÖLÍS á grundvelli þeirra gagna sem lögð voru fram á fundinum.



Með fundarboði fylgdi einnig erindi frá FJÖLÍS, dagsett þann 1. febrúar 2017, ásamt samningsdrögum um afritun verndaðra verka.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir.