Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 201607075

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 784. fundur - 04.08.2016

Tekið fyrir erindi frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 13. júlí 2016, um framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir auk erindis dagsett þann 15. júlí 2016 frá Benedikt Sigurðarsyni f.h. Búseta á Norðurlandi er varðar mögulegt samstarf sveitarfélaga og Búseta á Norðurlandi um byggingu leiguíbúða samkvæmt lögum um "almennar íbúðir" þskj.1437.



Í erindi Búseta er áréttaður vilji til að eiga alvarlegar viðræður við fulltrúa sveitarfélaga á NA-landi með það fyrir augum að byggja nokkurn fjölda íbúða fyrir lágtekjufólk undir lagaramma um svokallaðar "almennar íbúðir."



Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.