Frá Valdemar Þór Viðarssyni; Beiðni um leyfi frá störfum vegna fæðingarorlofs.

Málsnúmer 201604079

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 279. fundur - 19.04.2016

Til máls tóku:

Valdemar Þór Viðarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:53.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.



Tekið fyrir erindi frá Valdemar Þór Viðarssyni, dagsett þann 10. apríl 2016, þar sem Valdemar óskar eftir leyfi frá störfum í ráðum Dalvíkurbyggðar vegna fæðingarorlofs sem verður dreift á lengri tíma samhliða vinnu í skertu starfshlutfalli.



Óskað er eftir leyfi frá og með 20.04.2016 og til og með 30.06.2016 hvað varðar eftirtalin ráð:

Aðalmaður í menningarráði.

Aðalmaður í fræðsluráði.

Varamaður í byggðaráði.

Varamaður í íþrótta- og æskulýðsráði ( að teknu tilliti til afgreiðslu á erindi frá Kristni Inga Valssyni).



Fram kemur einnig að þar sem fundir sveitarstjórnar eru seinnipart dags þá mun undirritaður sitja þá fundi í fæðingarorlofi og starfa sem aðalmaður í sveitarstjórn samhliða fæðingarorlofi.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að veita Valdemar Þór Viðarsson tímabundna lausn frá störfum í ráðum vegna fæðingarorlofs, Valdemar Þór tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.