Ósk um þátttöku sveitarfélagsins í endurnýjun á fjallgirðingu á Árskógsströnd.

Málsnúmer 201603053

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 103. fundur - 10.03.2016

Til afgreiðslu innsent erindi frá forsvarmönnum landeigenda á Árskógsströnd vegna endurnýjunar á fjallgirðingu.
Á fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir um kr. 500.000 til viðhalds á umræddri girðingu.

Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að veitt verði aukafjárveiting kr. 2.500.000 á málaflokk 13210 á árinu 2016 og við gerð fjárhagsáætlunar í haust verði verkefnið metið eftir sumarið og áætlun gerð til þriggja ára líkt og venja er.
Samþykkt með fjórum atkvæðum,Jón Þórarinsson situr hjá.

Byggðaráð - 772. fundur - 31.03.2016

Á 103. fundi landbúnaðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"Til afgreiðslu innsent erindi frá forsvarmönnum landeigenda á Árskógsströnd vegna endurnýjunar á fjallgirðingu.

Á fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir um kr. 500.000 til viðhalds á umræddri girðingu. Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að veitt verði aukafjárveiting kr. 2.500.000 á málaflokk 13210 á árinu 2016 og við gerð fjárhagsáætlunar í haust verði verkefnið metið eftir sumarið og áætlun gerð til þriggja ára líkt og venja er"



Til umræðu ofangreint.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.500.000 ,vísað á lið 13210 og til lækkunar á handbæru fé.

Byggðaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisvið að kanna hvort hægt sé að skera niður á móti ofangreindum viðauka.