Frá fjármála- og stjórnsýslusviði.Leiðrétting launa skv. nýjum kjarasamningum 2015

Málsnúmer 201601135

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 766. fundur - 28.01.2016

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá fjármála- og stjórnsýlusviði hvað varðar leiðréttingu launa vegna nýrra kjarasamninga. Um er að ræða leiðréttingu að upphæð kr. 22.462.605 vegna starfsmanna sem eru í Kili, Einingu-Iðju, Félagi leikskólakennara og Félagi leikskólastjórnenda.



Áður var búið að leiðrétta laun árið 2015 vegna nýrra kjarasamninga sem hér segir:

Starfsmat, starfsmenn í Kili og Einingu-Iðju, kr. 10.510.000. (Viðauki)

Félags tónlistarkennara og Félag skólastjóra í grunnskóla, kr. 8.690.000. (Viðauki).



Alls kr. 41.662.605.



Ósamið er við eftirtalin félög:

BHM félög

Landssamband sjúkra- og slökkviliðsmanna

Tæknifræðingafélag Íslands.

Félag tónlistarkennara.

Félag grunnskólakennara er með lausa samninga 1.6.2016.



Lagt fram til kynningar