Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 19. janúar 2016, þar sem óskað er eftir viðauka vegna endurbóta á rými nr. 3 á annarri hæð Ráðhúss Dalvíkur. Um er að ræða rými sem Sýslumaður á Norðurlandi eystra hefur ákveðið að taka á leigu. Þær endurbætur sem þarf að gera eru áætlaðar að kosti kr. 1.500.00 og óskað er eftir að mæta þeim kostnaði með flutningi fjármagns annars vegar af 31350-4610 (Ráðhús sameign) og kr. 750.000 og hins vegar 31800-4610 (Sameiginlegur kostnaður eignasjóðs) kr. 750.000 á 31300-4610 (Ráðhús 2. hæð).
Til upplýsingar fylgdu einnig drög að leigusamningi á milli Dalvíkurbyggðar og Sýslumannsins á Norðurlandi eystra.
Byggðaráð fór í vettvangsskoðun í húsnæðið á gangi á 2. hæð.
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom inn á fundinn kl. 14:10 undir þessum lið. Til umræðu ofangreint.
Börkur Þór vék af fundi kl. 14:23.