Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2015.

Málsnúmer 201511136

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 775. fundur - 04.05.2016

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Akureyri, Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Valdís Guðbrandsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, Haukur Gunnarsson, varamaður í sveitarstjórn og Heiða Hilmarsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, kl. 08:15.



Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðsstjórar voru boðaðar á fundinn undir þessum lið.



Þorsteinn G. Þorsteinsson fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2015.



Rekstrarniðurstaða samstæðu er neikvæð um kr. 4.119.000. Handbært fé frá rekstri er jákvætt um kr. 199.341.000. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum voru kr. 116.214.000, söluverð eigna var kr. 25.747.000. Lántaka var kr. 0 og afborgun lána kr. 149.286.000.



Börkur vék af fundi kl. 9:05 til annarra starfa.

Eyrún vék af fundi kl. 09:35 til annarra starfa.

Valdís vék af fundi kl. 09:42 til annarra starfa.



Þorsteinn G., Haukur, Heiða, viku af fundi kl. 09:45.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2015 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 280. fundur - 04.05.2016

Til máls tók:



Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi 2015.



Helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar 2015 eru:



Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samstæða er neikvæð um kr. 4.119.000.

Rekstrarniðurstaða A- hluta er neikvæð um kr. 81.206.000.

Gjaldfærð lífeyrisskuldbinding var kr. 62.246.000 en gert var ráð fyrir kr. 24.862.000.

Launakostnaður alls án lífeyrisskuldbindinga var kr. 23.363.000 umfram áætlanir.

Handbært fé frá rekstri A- og B- hluta samstæða kr. 199.341.000.

Fjárfestingarhreyfingar A- og B- hluta samstæða kr. 90.488.000, nettó.

Lántaka A- og B- hluta samstæða kr. 0.

Afborganir langtímalána A- og B- hluta samstæða kr. 149.286.000.

Skuldaviðmið er 69,2% fyrir A- og B- hluta.

Langtímaskuldir A- og B- hluta alls kr. 630.288.000, þar af kr. 248.444.909 vegna félagslegra íbúða eða 39,42%.



Fleiri tóku ekki til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2015 til síðari umræðu í sveitarstjórn.



Sveitarstjórn - 281. fundur - 17.05.2016

Á 280. fundi sveitarstjórnar þann 4. maí s.l. var eftirfarandi bókað undir fyrri umræðu um ársreikning Dalvíkurbyggðar 2015:



"Til máls tók: Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi 2015.



Helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar 2015 eru: Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samstæða er neikvæð um kr. 4.119.000.

Rekstrarniðurstaða A- hluta er neikvæð um kr. 81.206.000. Gjaldfærð lífeyrisskuldbinding var kr. 62.246.000 en gert var ráð fyrir kr. 24.862.000.

Launakostnaður alls án lífeyrisskuldbindinga var kr. 23.363.000 umfram áætlanir.

Handbært fé frá rekstri A- og B- hluta samstæða kr. 199.341.000. Fjárfestingarhreyfingar A- og B- hluta samstæða kr. 90.488.000, nettó.

Lántaka A- og B- hluta samstæða kr. 0. Afborganir langtímalána A- og B- hluta samstæða kr. 149.286.000.

Skuldaviðmið er 69,2% fyrir A- og B- hluta.

Langtímaskuldir A- og B- hluta alls kr. 630.288.000, þar af kr. 248.444.909 vegna félagslegra íbúða eða 39,42%.



Fleiri tóku ekki til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2015 til síðari umræðu í sveitarstjórn."



Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason, sem gerði grein fyrir að engar breytingar hafa verið gerðar á ársreikningnum á milli umræðna í sveitarstjórn.





Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ársreikning Dalvíkurbyggðar 2015 ásamt ábyrgða- og skuldbindingayfirliti og áritar ársreikninginn því til staðfestingar.

Byggðaráð - 780. fundur - 16.06.2016

Lagt fram til kynningar svör frá Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við fyrirspurn sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um þróun framlaga til Dalvíkurbyggðar 2013-2016.



Til umræðu ofangreint.
Lagt fram.