Frá Kristni Inga Valssyni; varðar ósk um tímabundna lausn frá störfum - breytingar.

Málsnúmer 201511129

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 279. fundur - 19.04.2016

Á 275. fundi sveitarstjórnar þann 15. desember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Kristni Inga Valssyni, rafpóstur dagsettur þann 25. nóvember 2015, þar sem hann óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum sem formaður í íþrótta- og æskulýðsráði á tímabilinu febrúar - júlí 2016. Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Kristni Inga tímabundið leyfi frá störfum sem formaður íþrótta- og æskulýðsráðs frá og með 1. febrúar 2016 til og með 31. júlí 2016."





Tekið fyrir erindi frá Kristni Inga Valssyni, dagsett þann 22. mars 2016, þar sem fram kemur að það er orðið ljóst að ekkert verður að fyrirhugaðri vinnutörn erlendis og óskar hann því eftir að taka aftur við formennsku i íþrótta- og æskulýðsráði.
Enginn tók til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindi Kristins Inga Valssonar.