Formaður atvinnumála- og kynningaráðs vakti máls á ferlum Dalvíkurbyggðar er varðar upplýsingagjöf og samskipti við fjölmiðla, í tengslum við markaðs- og kynningarmál sveitarfélagins og verkefnið um Ímynd Dalvíkurbyggðar.
Upplýst var á fundinum að eftirfarandi liggur a.m.k. fyrir:
a) Upplýsingastefna Dalvíkurbyggðar.
b) Lýðræðisstefna Dalvíkurbyggðar.
c) Vefstefna Dalvíkurbyggðar.
d) Þjónustustefna Dalvíkurbyggðar.
e) Leiðbeiningar til stjórnenda er varðar beiðni um aðgang að upplýsingum skv. upplýsingalögum nr. 140/2012.
f) Samkvæmt starfslýsingu upplýsingafulltrúa annast upplýsingafulltrúi upplýsingamiðlun til fjölmiðla, almennings og fyrirtækja um starfsemi sveitarfélagsins, nema það sé öðrum starfsmönnum falið eða í hlutverki þeirra skv. eðli starfa viðkomandi.