Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, bréf dagsett þann 23. september 2015, þar sem fram kemur að ráðuneytið telur mikilvægt að fyrir liggi skýr stefna um það hvernig ríkið rækir landeigenda- og umsýsluhlutverk sitt á þjóðlendum samkvæmt lögum nr. 58/1998 og hefur því ákveðið að vinna drög að eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Hjálögð eru drög að lýsingu á því hvernig ráðuneytið hyggst vinna að þessu verkefni. Verkefnislýsingin er send þeim sem ráðuneytið telur helst að hafi hagsmuna að gæta og þeim sem áhrif geta haft á stefnumörkunina. Óskað er eftir umsögnum og ábendingum fyrir 9. október n.k.