Markaðssetning og kynningarmál Dalvíkurbyggðar; kynning á fjárheimildum og ráðstöfun.

Málsnúmer 201407035

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 1. fundur - 10.07.2014

Með fundarboði ráðsins fylgdi minnisblað upplýsingafulltrúa um auglýsinga- og kynningarmál þar sem fram kemur hvað er til ráðstöfunar í auglýsinga- og kynningarstarf samkvæmt fjárhagsáætlun og hverjar helstu áherslurnar eru í ráðstöfun á því fjármagni sem er um 2,0 m.kr. í ár.

Upplýsingafulltrúi fór yfir ofangreint á fundinum.
Lagt fram til kynningar.

Guðmundur vék af fundi kl. 15:52.