Undir þessum lið kom á fundinn varamaðurinn Daði Valdimarsson kl. 13:30.
Á 37. fundi atvinnumálanefndar þann 28. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Í samræmi við breytingar á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og samkvæmt nýju skipuriti fær atvinnumálanefnd nýtt heiti, atvinnu- og kynningarmálaráð, og hafa kynningamál sveitarfélagsins verið færð undir nefndina.
Upplýsingafulltrúi og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu drög að nýju erindisbréfi í samræmi við ofangreindar breytingar.
Atvinnumálanefnd samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum þá tillögu sem fyrir liggur.
Á 260. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní s.l. var ofangreind afgreiðsla atvinnumálanefndar staðfest.
a) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi fóru yfir erindisbréfið.
b) Lagt er til að fundartíma ráðsins verði fyrsti miðvikudagur í mánuði kl. 13:00.
c) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi fóru yfir hlutverk kjörinna fulltrúa í ráðinu, meðal annars þagnarskyldu, trúnað og hæfisreglur. Farið var einnig yfir fundarsköp samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.