Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisvið, Helga íris Ingólfsdóttir, varaformaður umhverfisráðs, Sigurður Hafsteinn Pálsson og Svanfríður Jónsdóttir, kl. 8:15.
"Á 278. fundi umhverfisráðs þann 10. júní 2016 var eftirfarandi bókað:
Með innsendu erindi dags. 27. apríl 2016 óska þau Sigurður Hafsteinn Pálsson og Svanfríður Jónsdóttir eftir afstöðu umhverfisráðs til breytinga á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar að Hamri.
Með vísan í minnisblað frá PACTA lögmönnum þá sér umhverfisráð Dalvíkurbyggðar sér ekki fært um að veita leyfi til breytinga á gildandi skipulagi svæðisins. Umrædd breyting á skipulagi myndi binda hendur sveitarfélagsins um ókomna tíð, þar sem afar erfitt væri í ljósi jafnræðissjónarmiða að afgreiða sambærilegar umsóknir ekki með sama hætti. Samþykkt með fimm atkvæðum. "
Til umræðu ofangreint.
Börkur Þór, Sigurður Hafsteinn og Svanfríður viku af fundi kl.08:45.
Helga Íris vék af fundi kl. 08:54.
Ef um er að ræða skipulagða frístundabyggð er eina leiðin til að koma til móts við málshefjendur, að óbreyttum lögum, að breyta skipulagi þannig að svæðið verði skilgreint sem íbúðabyggð.