Frá Fréttablaðinu; fyrirspurn til sveitarfélaga um öll samsæti frá október 2008 til júlí 2013.

Málsnúmer 201307029

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 668. fundur - 11.07.2013

Tekið fyrir fyrirspurn frá blaðamanni á Fréttablaðinu, dagsett þann 5. júlí 2013, sem send var öllu sveitarfélögum, þar sem óskað er eftir gögnum um öll samsæti sem haldin hafa verið með kostnaðarþáttöku frá sveitarfélaginu á tímabilinu 8. október 2008 til 5. júlí 2013. Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum þar sem kemur fram tilefni, tímasetning og vettvangur viðburðar, skrá yfir gesti, yfirlit yfir veitingar og kostnað eftir hverjum lið.

Á fundi byggðarráðs var kynnt tillaga að svari við fyrirspurninni.








Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu sem lögð var fram að svari.