Breyting á skiplagslögum

Málsnúmer 201301008

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 234. fundur - 23.01.2013

Með rafpósti, sem dagsettur er 7. janúar 2013, er vakin athygli á eftirfarandi
"Þann 31. desember 2012 tók gildi breyting á skipulagslögum nr. 123/2010 um þann tímafrest sem sveitarstjórn hefur til að birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda um samþykkt deiliskipulags. Lagabreytingin nr. 135/2012 tekur til allra deiliskipulagstillagna í málsmeðferð, svo sem í vinnslu, í auglýsingu og kynningu. Lagabreytingin tekur einnig til deiliskipulagsáætlana sem þegar hafa verið samþykktar í sveitarstjórn en minna en þrír mánuðir voru frá samþykkt sveitarstjórnar við gildistöku lagabreytingarinnar 31. desember sl. Nýr tímafrestur, sem er ár, reiknast frá því að athugasemdafresti á auglýstri tillögu lýkur, þ.e. fyrir nýtt deiliskipulag eða verulega breytingu á deiliskipulagi. Þegar um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi reiknast ársfresturinn frá samþykkt sveitarstjórnar á breytingunni.



Vakin er athygli á að lagabreytingin er ekki afturvirk og mun því ekki taka til deiliskipulagstillagna sem við áramót voru þegar ógildar vegna ákvæðis 2.mgr. 42. gr. skipulagslaga um tímafresti sem voru í gildi fyrir lagabreytinguna. Þær deiliskipulagstillögur þarf að auglýsa að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga."

Lagt fram til kynningar.