Vinnumarkaðsúrræði - atvinnuleysi

Málsnúmer 201211017

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 165. fundur - 14.11.2012

Félagsmálastjóri lagði fram til kynningar skýrslu frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga um "fjárhagsaðstoð og tengsl við atvinnuleysisbætur".
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 650. fundur - 13.12.2012

Jóhann Ólafsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:48.

Tekið fyrir rafbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 7. desember 2012, þar sem vísað er í rafbréf frá 15. nóvember s.l. þar sem framkvæmdastjóri sambandsins greindi frá því að sambandið væri þátttakandi í sameiginlegum viðræðum fulltrúa velferðarráðuneytisins, Vinnumálastofnunar, SA, ASÍ og fleiri til að finna leiðir til að bregðast við þeirri þróun sem við blasir vegna þess fjölda atvinnulausra sem þegar hafa misst og munu missa rétt sinn til atvinnuleysisbóta á næsta ári, m.a. sökum þess að bráðabirgðaákvæði laga um fjögurra ára rétt til atvinnuleysisbóta fellur niður við lok þessa árs.

Eftir flóknar viðræður liggur fyrir niðurstaða að ráðist verði í atvinnuátakið VINNA og VIRKNI-Átak til atvinnu 2013. Áætlað er að sveitarfélög, ríki og hinn almenni vinnumarkaður bjóði þeim sem fullnýta bótarétt sinn störf.

Með rafbréfi sambandsins fylgir eftirfarandi gögn:

1. Kynning á átakinu Vinna og Virkni 2013 frá 7. desember 2012

2. Bréf frá verkefnisstjórn átaksins

3. Flæðirit - atvinnuleitenda

4. Flæðirit ráðninga

5. Samningsform - samningur milli sveitarfélags og velferðarráðuneytis

6. Drög að leiðbeiningum um ferlið



Upplýst var á fundinum að búið er að boða sameiginlegan fund Dalvíkurbyggðar, Símey, Einingar-Iðju og Vinnumálastofnunar næsta miðvikudag.
Lagt fram.