Frá Svavari Kjarrval Lútherssyni; Erindi um málefni OpenStreetMap.

Málsnúmer 201209040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 636. fundur - 25.09.2012

Tekið fyrir erindi frá Svavari Kjarrval Lútherssyni, bréf dagsett þann 6. september 2012, sem er einn af sjálfboðaliðum alþjóðlega verkefnisins OpenStreetMap sem heldur úti vefnum openstreetmap.org. Verkefnið snýst einfaldlega um það að kortleggja allan heiminn og veita frjálsan aðgang að kortagögnum án endurgjalds. Fram kemur m.a. að ástæða þessa erindis er að sveitarfélagið býr yfir miklu magni upplýsinga sem hægt er að nota til að bæta kortið.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar.

Umhverfisráð - 232. fundur - 07.11.2012

Tekið fyrir erindi frá Svavari Kjarrval Lútherssyni, bréf dagsett þann 6. september 2012, sem er einn af sjálfboðaliðum alþjóðlega verkefnisins OpenStreetMap sem heldur úti vefnum openstreetmap.org. Verkefnið snýst einfaldlega um það að kortleggja allan heiminn og veita frjálsan aðgang að kortagögnum án endurgjalds. Fram kemur m.a. að ástæða þessa erindis er að sveitarfélagið býr yfir miklu magni upplýsinga sem hægt er að nota til að bæta kortið.
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda um hvaða gögn bréfritari er að óska eftir og sé þetta verkefni án kostnaðar, fyrir Dalvíkurbyggð, veita honum þær upplýsingar sem til eru á rafrænu formi.