Stefnumótun og starfshópar

Málsnúmer 201205043

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 36. fundur - 07.05.2012

&Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskuliðsfulltrúi hófu umræðu um sameiginlega þætti sviðssins og íþróttafélaganna.

 

Rætt var um og ákveðið að setja saman starfshóp sem hefur það verkefni að fara yfir búningarmál félaganna og hvort mögulegt sé að samræma sem mest á milli félaga með það að markmiði að draga úr útgjöldum foreldra.

 

Einnig var rætt um og ákveðið að hefja í haust vinnu við gerð íþróttastefnu fyrir sveitarfélagið og skoðað verði sammhliða hvort siðareglur fléttist inn í stefnuna eða hvort þær verði unnar sérstaklega.

 

Jafnframt var rætt um kynningarmál félaganna en UMFS er að taka í gagnið nýja heimasíðu um þessar mundir. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun í framhaldinu fara yfir að tenglar á heimasíðu sveitarfélagsins á heimasíður íþróttafélaganna séu réttir.

 

Ræddur var sá möguleiki að taka upp samræmt skráningarkerfi í íþróttir og tómstundir sbr. það sem notað er í Skagafirði og eru aðilar áhugasamir um að skoða þá útfærslu betur.