Samræmd próf og kannanir 2011

Málsnúmer 201201009

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 161. fundur - 11.01.2012

&&Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar kynnti ferli viðbragða við niðurstöðum samræmdra prófa og þær aðgerðir sem skólinn fer í ár hvert þegar niðurstöður liggja fyrir.

 

Friðrik Arnarson deildarstjóri eldra stigs Grunnskóla Dalvíkurbyggðar kynnti niðurstöður Skólapúlsins. Í Skólapúlsinum er könnuð líðan nemenda í 6.-10. bekk grunnskólans og borin saman við líðan nemenda annarra skóla. Umbótaáætlun verður unnin í vor þegar niðurstöður tveggja ára liggja fyrir en í nýlegum niðurstöðum var t.d. nokkur munur á líðan stúlkna og drengja í skólanum stúlkum í óhag.

 

Umræður áttu sér stað í kjölfarið.