Tillaga um breytingu á innritunarreglum í leikskóla

Málsnúmer 201111008

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 159. fundur - 09.11.2011

&Með fundarboði fylgdi bréf frá Drífu Þórarinsdóttur leikskólastjóri Krílakots þar sem hún óskar eftir umræðu um innritunarreglur á leikskóla. Eins og er ræður dagsetning umsóknar um pláss því hvaða börnum er boðið upp á vistun þegar losnar um ef ekki er um börn í forgangi að ræða. Gagnrýni hefur komið á að ekki sé farið eftir aldri barna heldur dagsetningu umsóknar enda fólk misvel að sér um innritunarreglur sveitarfélagsins.

 

Fræðsluráð leggur til að börn verði tekin inn eftir kennitölu frá og með 1.1.2012.