Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924

Málsnúmer 1910009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 317. fundur - 31.10.2019

Til afgreiðslu:
4. liður.
7. liður.
10. liður.
11. liður.

Liður 12. er sér liður á dagskrá.
  • .2 201910100 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • .3 201901070 Trúnaðarmál
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Bókað í trúnaðarmálabók.
  • Tekin fyrir fundargerð Almannavarnanefndar Eyjafjarðar frá 8. október 2019.

    a) Á fundinum var rædd sameining Almannavarnanefnda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og leggur nefndin til að þær verði sameinaðar í eina að fengnu samþykki sveitarstjórna á svæðinu.

    b) Árgjald hefur verið 100 kr á íbúa í Eyjafirði en mun hærra austan við. Nefndin leggur til að árgjaldið til sameinaðrar Almannavarnarnefndar verði 190 kr á íbúa fyrir árið 2020 að fengnu samþykki sveitarstjórna á svæðinu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 a) Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum, fyrir sitt leyti, tillögu Almannavarnanefndar Eyjafjarðar um að Almannavarnanefndir í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum verði sameinaðar í eina.

    b) Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum, fyrir sitt leyti, tillögu Almannavarnanefndar Eyjafjarðar um að árgjald sameinaðrar Almannavarnarnefndar verði 190 kr á íbúa fyrir árið 2020.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Til kynningar fundargerð 17. aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands sem var haldinn í Reykjavík 20. september 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 8. október 2019, þar sem upplýst er að hlutdeild Dalvíkurbyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,684% og greiðsla ársins er kr. 842.000 af 50 m.kr. Fram kemur að greitt sé úr sjóðnum þann 16. október 2019. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 9. október 2019, beiðni um umsögn um tímabundið áfengisleyfi fyrir Knattspyrnudeild UMFS kt. 430497-3089 vegna viðburðar í Árskógi þann 2. nóvember nk.

    Fyrir liggur umsögn frá byggingarfulltrúa og eldvarnaeftirliti án athugasemda.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Byggðaráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá Kríta hf. dagsett 4. október 2019, kynning á þjónustu fyrirtækisins en Kríta hf. er fjártæknifyrirtæki sem fjármagnar reikninga. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .9 201910039 Aðalfundarboð
    Tekið fyrir bréf frá stjórn Landsbyggðin lifi, boð á aðalfund samtakanna sem verður haldinn 20. október 2019 kl. 10:00 í Reykjavík. Allir eru velkomnir, bæði á aðalfundinn og umræður. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 917. fundi byggðaráðs þann 5. september 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett 26. ágúst 2019, ósk um viðræður við Dalvíkurbyggð varðandi næsta starfs- og fjárhagsár 2020.
    Fyrir liggur að nauðsynlegt er að ráðast í stórar framkvæmdir við utanhússviðgerðir á Dalbæ. Verið er að vinna uppfærða verk- og kostnaðaráætlun vegna verksins og mun hún verða klár í septembermánuði.
    Óskað er eftir fundi með stjórnendum frá Dalvíkurbyggð vegna þessa þegar fyrrnefnd áætlun liggur fyrir.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá stjórnendur Dalbæjar á fund ráðsins þegar verk- og kostnaðaráætlun vegna utanhússviðgerða liggur fyrir."

    Nú liggur fyrir endanleg verk- og kostnaðaráætlun um framkvæmdina og var hún lögð fram á fundinum. Einnig greindi sveitarstjóri frá fundi sem hann átti með hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar þann 15. október um stöðu mála.

    Málið rætt.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2020-2023.

    Byggðaráð leggur áherslu á að sveitarfélagið ásamt stjórnendum Dalbæjar fari í viðræður við Ríkið um aðkomu að endurbótunum þar sem málaflokkurinn er á hendi Ríkisins.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að sveitarfélagið ásamt stjórnendum Dalbæjar fari í viðræður við Ríkið um aðkomu að endurbótunum þar sem málaflokkurinn er á hendi Ríkisins.
  • .11 201707019 Selárland-Verðmat
    Vegna áforma Dalvíkurbyggðar um kaup á landi Selár samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum á 920. fundi sínum þann 27. september 2019 að óska eftir, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, að landið verði verðmetið af fasteignasölu.

    Þá lágu fyrir upplýsingar um að Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggðist leita verðmats af sinni hálfu.

    Á fundinum var lögð fram yfirlitsgreining um landið með upplýsingum frá Ríkiseignum.

    Málið rætt.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til fjárhagsáætlunar 2020-2023. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Á 919. fundi byggðaráðs þann 19. september 2019 var tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett 13. september 2019, beiðni um viðauka fyrir Dalvíkurskóla vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði kr. 1.250.000. Beiðninni fylgdi rökstuðningur ásamt ósk um að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

    Byggðaráð hefur ásamt fræðsluráði fjallað um beiðnina á fundum sínum og einnig farið yfir stefnu í upplýsinga- og tæknimennt í Dalvíkurskóla sem var unnin í vor.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum viðauka nr. 30/2019 að fjárhæð kr. 1.250.000 við deild 04210, fjárhagslykil 2850, vegna kaupa á tölvum, prentara og hugbúnaði við Dalvíkurskóla samkvæmt ofangreindri beiðni frá skólastjóra. Upphæð fjárhagslykils var 672.907 kr en verður eftir viðaukann kr. 1.922.907 kr. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar, mættu á fundinn kl. 14:30.

    a) Eignasjóður, farið yfir viðhald og framkvæmdir fyrir fjárhagsáætlun 2020.

    Börkur og Steinþór viku af fundi kl. 15:05.

    Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn kl. 15:05.

    b) Þorsteinn fór yfir stöðu vegna vinnu við fjárhagsáætlun en KPMG var fengið til að aðstoða við fjárhagsáætlunarvinnu. Farið yfir fjárhagslíkan samstæðunnar m.v. stöðu fjárhagsáætlunarvinnu.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 16:33.

    c) Umræða um fjárfestingar og framkvæmdir m.v. uppl. úr a. og b. lið.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar.

    Byggðaráð þakkar Þorsteini fyrir yfirferðina yfir fjárhagsáætlunarstöðuna.

    Byggðaráð samþykkir að halda aukafund mánudaginn 21.október nk. kl. 16:00 þar sem farið er í það sem útaf stendur, álagningar og gjaldskrár í heild sinni og áframhaldandi umræðu um fjárfestingar og framkvæmdir.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Velferðarnefnd Alþingis dagsett 11. október 2019, en til umsagnar er tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál.

    Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 1. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Velferðarnefnd Alþingis dagsett 11. október 2019, en til umsagnar er tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.

    Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 1. nóvember nk.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 924 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu. Liður 12 er sér liður á dagskrá. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.