Umhverfisráð - 327

Málsnúmer 1909021F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 317. fundur - 31.10.2019

Til afgreiðslu:
8. liður.
9. liður.
10. liður.
11. liður.
12. liður.
14. liður.
Liðir 15 og 16 eru sér liðir á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá íbúum Túnahverfis með undirskriftarlista, dagsett þann 30. ágúst 2019. Þar er ítrekuð beiðni um að hafinn verði undirbúningur og vinna við frágang opna svæðisins/leiksvæðisins í hverfinu. Einnig að lokið verði við frágang og að umhirða hverfisins verði bætt. Íbúarnir árétta það sem komið hefur fram í fyrri bréfum að þeir vilja gjarnan leggja fram vinnu við standsetningu svæðisins í samstarfi við sveitarfélagið. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð þakkar íbúum Túnahverfis fyrir greinargóða samantekt.

    Opið svæði:
    Ráðið leggur til að framkvæmdir við opið svæði verði á áætlun 2020 samkvæmt framkvæmdaáætlun ráðsins, og verði unnið í samstarfi við íbúa hverfisins.

    Annar frágangur á hverfinu:
    Göngustígur milli Miðtúns 1 og 3 er á framkvæmdaáælun 2019 og verður áfram malarstígur.
    Göngustígur milli Hringtúns 3 og 5 er á framkvæmdaáætlun 2019 og verður áfram malarstígur.

    Framlenging og malbikun á stíg upp úr Steintúni að Brekkuselsvegi:
    Vísað til fjárhagsáætlunar 2021-2023.

    Göngustígur milli Hringtúns 19 og 21:
    Er á framkvæmdaáælun 2019 og verður áfram malarstígur.

    Gangstétt framan við Hringtún 15 til 25:
    Venjan er að endanlegur frágangur gangstétta fari ekki fram fyrr en búið er að byggja á viðkomandi lóðum, en Hrintún 23 er óbyggð lóð sem gert er ráð fyrir að byggt verði á árinu 2020, komi til þess verður gangstétt kláruð.

    Malbikun fyrir framan Hringtún 3 og 5:
    Verður framkvæmt á þessu ári.

    Göngustígur milli Hringtúns 30 og 32:
    vísað til fjárhagsáætlunar 2021-2023.

    Lagfæring á malbiki á horni Hringtúns og Samtúns.
    Verður framkvæmt á þessu ári.

    Umhirða í hverfinu:
    Umhverfisráð gerir ráð fyrir að þegar frágangi á opna svæðinu og framkvæmdum við göngustíga verður lokið muni umhirða svæðisins verða betri.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum












    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Sigurði H. Pálssyni og Svanfríði Jónsdóttur, dagsett 28. júlí 2019, þar sem þau óska eftir að Dalvíkurbyggð taki inn á fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2020 að gera lagfæringar á götu í frístundabyggðinni í landi Hamars, nánar tiltekið fyrir framan hús þeirra á lóð B5. Umhverfisráð - 327 Afgreiðslu frestað til næsta fundar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 1. september 2019, ósk um að fimm atriði komist á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2020-2023:
    1) Geymsluhúsnæði fyrir snjótroðara. 2) Lýsing Brekkuselsvegar að fólkvanginum. 3) Viðgerð á bílastæðum í fólkvanginum. 4) Töfrateppi (færiband) fyrir byrjendur og yngstu börnin. 5) Endurnýjun á snjótroðaranum. Fylgiskjöl með erindinu eru ítarleg greinargerð um málið með ítarlegri kostnaðar- og framkvæmdaáætlun.
    Lið 2 og 3 var vísað til afgreiðslu umhverfisráðs.
    Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð þakkar skíðafélaginu innsend erindi.

    Liður 2. Lýsing Brekkuselsvegar að fólkvanginum:
    Í gildandi umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir götulýsingu á Brekkuselsvegi, en vegurinn er í umsjá Vegagerðarinnar. Ráðið hefur þegar komið þessari ábendinu á framfæri við Vegagerðina.

    Liður 3. Viðgerð á bílastæðum í fólkvanginum:
    Umhverisráð telur ekki þörf á að fara í þessa framkvæmd að sinni.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.


    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Lilju Guðnadóttur, dagsett 29. júlí 2019, ósk um breytingu á gangstétt við Skógarhóla 22. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð leggur til að umbeðin breyting komi til framkvæmda 2020 og felur sviðsstjóra að fjármagna verkið af lið 10300-4396.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Ferðafélagi Svarfdæla, dagsett 30. júní 2019, ósk um að Dalvíkurbyggð gangi í það mál að gerðar verði viðunandi lagfæringar á gamla veginum út í Múla. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð þakkar ferðafélagi Svarfdæla innsent erindi og felur sviðsstjóra að sækja um styrk í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til afgreiðslu tilnefning fulltrúa Dalvíkurbyggðar í umsjónarnefnd fyrir friðland Svarfdæla Umhverfisráð - 327 Afgreiðslu frestað til næsta fundar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar og umræðu drög að leiðbeiningum fyrir gjaldskrá byggingafulltrúaembætta Umhverfisráð - 327 Umhverfisráði lýst vel á að samræma eigi gjaldskrár byggingafulltúa sveitarfélaga og gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 17. september 2019 óska þau Berglind Björk Stefánsdóttir og Magnús Jónsson eftir byggingarleyfi vegna niðurrifs á íbúðarhúsi og geymslu að Hrafnsstöðum. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 12. september 2019 óskar Þór Gunnarsson fyrir hönd Skeljungs hf eftir byggingarleyfi við Öldugötu 18 á Árskógssandi vegna endurnýjunar á búnaði og endurbóta samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 16. september 2019 óskar Guðmar Ragnar Stefánsson fyrir hönd Brúarsmiða ehf eftir framlengingu á byggingarleyfi við Gunnarsbraut 8, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðna framlengingu á byggingarleyfi í allt að sex mánuði.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 10. september 2019 óska þau Óskar Snæberg Gunnarsson og Jóhanna Kristín Arnþórsdóttir eftir byggingarleyfi fyrir smáhýsi á lóðinni Dælisskógur 1, Skíðadal. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 18 september 2019 óskar Kristján E. Hjartarsson fyrir hönd golfklúbbsins Hamars eftir byggingarleyfi vegna stækkunar á golfskála samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:48.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

    Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:49.
  • Með innsendu erindi dags. 11. september 2019 óskar Kristján E. Hjartarsson eftir byggingarleyfi fyrir hönd Steypustöðvarinnar Dalvík ehf. eftir byggingarleyfi fyrir steypustöð samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 18. september 2019 óskar Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Tréverks ehf eftir samþykki á breytingum á Hringtúni 11 samkvæmt meðfylgjandi gögnum ásamt graftrarleyfi. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar var tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem gert er ráð fyrir að íbúðarsvæði 312-Íb stækki til norðurs yfir óbyggt svæði. Stækkunin nemur einni parhúsalóð. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við fyrirhugaða málsmeðferð og er tillagan því tekin til afgreiðslu að nýju. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda uppfærða tillögu til Skipulagsstofnunar til athugunar.
    Ráðið leggur til að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnu áliti stofnunarinnar.

    Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar var tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfisins á Dalvík, Dalvíkurbyggð. Skipulagsstofnun benti á nokkur atriði sem taka þyrfti til skoðunar áður en fyrirhuguð deiliskipulagstillaga yrði auglýst og var uppfærð tillaga lögð fram. Umhverfisráð - 327 Umhverfisráð leggur til að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa uppfærða deiliskipulagstillögu vegna Hóla- og Túnahverfisins skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Til umræðu starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs 2020 Umhverfisráð - 327 Sviðsstjóri fór yfir starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020 Umhverfisráð - 327 Farið var yfir tillögur að framkvæmdum ársins 2020. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina. Ekkert fleira í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.