Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906, frá 09.05.2019.

Málsnúmer 1905006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 314. fundur - 14.05.2019

Til afgreiðslu:
1. liður sér liður á dagskrá.
5. liður,
11. liður.
13. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 kjörnir fulltrúar úr umhverfisráði; Haukur Gunnarsson, formaður, Monika Margrét Stefánsdóttir, varaformaður, Helga Íris Ingólfsdóttir, aðalmaður, Eva Guðmundsdóttir, aðalmaður, Lilja Bjarnadóttir boðaði forföll, Þórhalla Karlsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn. Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll á fund byggðaráðs þannig að Kristján E. Hjartarson, varamaður í sveitarstjórn, mætti á fundinn undir þessum lið. Einnig mætti á fundinn Árni Ólafsson, skipulagsfræðingur. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs hafði ekki tök á að sitja fundinn vegna annarra starfa.

    Á 905. fundi byggðaráðs þann 3. maí s.l. voru áfram til umfjöllunar skipulagsmál í Túnahverfi vegna umsókna um parhúsalóðir við Hringtún 17 og Hringtún 19 og andmæla íbúa í Túnahverfi. Ákveðið var að óska eftir fundi sem fyrst með útvíkkuðu byggðaráði, umhverfisráði, sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og Árna Ólafssyni, skipulagsfræðingi.

    Til umræðu ofangreint.

    Monkia vék a fundi kl. 13:53 til annarra verkefna.
    Haukur, Helga Íris, Eva og Árni viku af fundi kl. 14:07.
    Þórhalla og Kristján viku af fundi kl. 14:13.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 a) Tillaga umhverfisráð um breytingar á deiliskipulagi í Túnahverfi vegna lóða 17 og 19 við Hringtún:
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur umhverfisráðs frá 316.fundi ráðsins þann 15.mars þar sem umhverfisráð leggur til deiliskipulagsbreytingu vegna lóða 17 og 19 við Hringtún. Í þeirri tillögu er tekið tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting. Með þessari samþykkt fer umsókn um lóðir 17 og 19 og deiliskipulagsbreytingin í auglýsingu og kynningarferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir á auglýsingatíma.
    b) Svar og rökstuðningur byggðaráðs vegna erindis og andmælum frá íbúum í Túnahverfi, dagsett þann 17.04.2019:
    Almennt séð er ekki grundvallarmunur á yfirbragði parhúsa og einbýlishúsa.
    Ekki er séð að parhús muni breyta yfirbragði hverfisins, svo fremi sem þau verða í svipuðum mælikvarða og sú byggð sem er þegar komin.
    Markmið sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar er að þétta byggð á þegar tilbúnum lóðum við þegar tilbúnar götur.
    Raðhús og parhús eru í byggingu við Hringtún nú þegar og áform um frekari byggingar samkvæmt gildandi deiliskipulagi og úthlutun lóða.
    Túnahverfi hefur verið lengi í uppbyggingu og það er metið eðlilegt að skipulag geti tekið breytingum í tímans rás til þess að mæta þörfum íbúanna á hverjum tíma og tíðaranda.
    Samandregið þá er það mat byggðaráðs að það væri ekki úr takti ef frekari parhús eða raðhús munu rísa í framtíðinni í Túnahverfi.
    Að lokum; Ferli deiliskipulagsbreytinga í auglýsingu er lýðræðislegt ferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir sínar á auglýsingatíma. Fjallað er um og tekin afstaða til allra athugasemda sem berast á kynningartíma skipulagstillögu.
    Sjá nánar leiðbeiningar um aðkomu almennings á heimasíðu Skipulagsstofnunar:
    http://www.skipulag.is/skipulagsmal/adkoma-almennings/
    c) Til umræðu tillögur umhverfisráðs um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par- og ráðhúsum, sbr. fundargerð umhverfisráðs frá 11. apríl s.l.

    Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar.
    1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9.
    2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1.
    3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögur umhverfisráðs og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkursóknar, dagsett þann 6.maí 2019, þar sem fram kom að á síðasta fundi nefndarinnar var til umræðu sú hugmynd / tillaga um þéttingu byggðar frá Umhverfisráði, sem er lóð fyrir parhús, norðan Hringtúns og ofan við kirkjugarðinn. Fram kemur að það er einróma álit sóknarnefndar að til framtíðar er þessi hugmynd um lóð þetta nálægt kirkjugarðinum óásættanleg. Rök fyrir þessu er að í framtíðinni sér sóknarnefndin fyrir sér stækkun garðsins í þessa átt og það sé mikill fengur að þurfa ekki að fara lengra með greftunarsvæði. Óskað er eftir að þessi athugasemd verði tekin til greina.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .3 201903080 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
  • .4 201905053 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
  • Tekið fyrir erindi frá 39 starfsmönnum Dalvíkurskóla, dagsett þann 7. maí 2019, þar sem þeir mótmæla uppsögn á stöðu húsvarðar við skólann. Starfsmenn skólans telja framkvæmd uppsagnarinnar vera ófagleg, illa ígrunduð og skjóti skökku við að ekki skuli hafa verið haft samráð við skólastjórnendur við þessa ákvörðunartöku.Engin sambærileg stofnun geti án húsvarðar verið nema stjórnendur sveitarfélagsins hafi í hyggju að láta aðbúnað alls þessa fólks drabbast niður og vera börnum hættulegur.

    Fram koma vangaveltur hverjir eiga nú að sinna hinum ýmsum verkefnum húsvarðar, bæði sem eru í og utan starfslýsingar, sem virki eflaust léttvæg í excel-skjali. Ýmislegt sé nú farið að láta á sjá sem þarfnast viðgerðar.

    Dagbjört Sigurpálsdóttir óskar eftir að fært sé til bókar:
    "Ég skil vel áhyggjur starfsfólks Dalvíkurskóla og vil að það komi skýrt fram að þetta var ákvörðun meirihluta Sveitastjórnar en ekki Sveitastjórnar í heild sinni. "


    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi, Dagbjört situr hjá. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum svarbréf sveitarstjóra sem sent var sveitarstjórn í rafpósti, Guðmundur St. Jónsson og Dagbjört Sigurpálsdóttir sitja hjá.
  • Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir fundi ráðningarnefndar frá tímabilinu frá 26.03.2019 og til 07.05.2019.

    Til umræðu ofangreint og þá sérstaklega tillögur fræðsluráðs frá fundi sínum 8. maí s.l: "Fræðsluráð leggur til að störf skólastjóra Árskógarskóla og sérfræðings á fræðslusviði verði auglýst sem fyrst, samkvæmt umræðum og þarfagreiningu sem lögð var fram á fundinum."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
  • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
  • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
  • Frestað.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
  • Á 905. fundi byggðaráðs þann 2. maí s.l. samþykkti byggðaráð að gengið verði til samninga við Gísla,Eirík og Helga ehf. samkvæmt gagntilboði þeirra en til eins árs og fól byggðaráð sveitarstjóra að leggja fyrir fund byggðaráðs drög að samningi.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Leikfélag Dalvíkur og forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. í tengslum við samningaumleitanir.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar með heimild til fullnaðarafgreiðslu.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra.
  • Á 844. fundi byggðaráðs þann 9. nóvember 2017 var samþykkt að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Dag Óskarsson, í leigu á gæsluvellinum við Svarfaðarbraut í allt að 12 mánuði.

    Leigusamningurinn rann út 31.12.2018.

    Fyrir liggur beiðni frá Degi Óskarssyni, rafpóstur til Umsjónarmanns fasteigna dagsettur þann 21. desember 2018, um áframhaldandi leigu.

    Sveitarstjóri gerði grein fyrir að fyrir liggur beiðni frá Degi um leigu í eitt ár.


    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að ganga frá drögum að samningi við Dag Óskarsson á grundvelli ofangreinds og leggja fyrir byggðaráð. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 901. fundi byggðaráðs þann 21. mars 2019 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa Böggvisstaðaskála til útleigu, sbr. auglýsing á vef Dalvikurbyggðar, https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/boggvisstadarskali-til-leigu

    Enginn tilboð bárust fyrir tilskilinn tíma sem var fyrir 15. apríl s.l.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skálinn verði auglýstir áfram til leigu án skilyrða um að skila inn tilboði fyrir ákveðinn tíma. Tekin verður þá hverju sinni afstaða til tilboðs ef og þegar það berst. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett þann 3. maí 2019, þar sem óskað er eftir styrk frá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 250.000 vegna Sjávarútvegsskólans sem starfræktur verði í sumar á Dalvík. Fram kemur að Hafnasjóður styrkti skólann í fyrra.

    Meðfylgjandi er kynningarbréf á Sjávarútvegsskólanum, dagsett þann 8. apríl 2019.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs.
    Byggðaráð bendir Háskólanum á Akureyri á að senda þarf inn erindi fyrir tilskilinn auglýstan frest í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar hverju sinni og fer þess á leit að framvegis verði sá háttur hafður á ef óska á eftir framlagi frá sveitarfélaginu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 30. apríl 2019, þar sem vakin er athygli á því að Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga.
    Hlekkur á grænbók í samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1375
    Frétt um málið: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/04/30/Graenbok-um-stefnu-i-malefnum-sveitarfelaga-birt-i-samradsgatt/?fbclid=IwAR1QShn0V5eSkpA5nVpDogORNc691Nn88xFizfC8f-tSX8ZPQ13Gvu3v4Lw

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að rýna Grænbókina og leggja fyrir byggðaráð drög að umsögn Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 30. apríl 2019, frá nefndasviði Alþings þar sem Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. maí n.k.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðsins, dagsettur þann 6. maí 2019, þar sem fram kemur að aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn föstudaginn 7. júní kl. 15.30 á Hótel Sögu. Samkvæmt skipulagsskrá eiga samtök, fyrirtæki og stofnanir, sem lögðu sjóðnum til fé fyrir árslok 1992, rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráðið. Dalvíkurbyggð hefur þennan rétt en átti ekki fulltrúa á síðasta fundi. Tilnefningar fyrir aðalfundinn 2019 þurfa að berast framkvæmdastjóra í tölvupósti eigi síðar en 27. maí nk. ásamt netfangi þess sem tilnefndur er.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir aðalfundarboð Gásakaupstaðar ses. en fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 14. maí 2019 kl. 13:00 á Akureyri.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, 1. liður er sér liður á dagskrá. Þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.