-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma ábendingum byggðaráðs um samningsdrögin, er varða aðallega starf landvarðar, til Umhverfisstofnunar.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða til fundar Öldungaráðs í apríl.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi verksamning um framkvæmd og umsjón með launavinnslum og bókhaldi og að hann verði fylgiskjal með samstarfssamningi um TÁT, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi eignalisti og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hann verði fylgiskjal með samstarfssamningi um TÁT.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að samningi um framkvæmd og umsjón með launavinnslum og bókhaldi.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samning um skólaakstur við Ævar og Bóas ehf. með áorðnum breytingum sem gerðar voru á milli funda og á fundi byggðaráðs og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að samningi um skólaakstur við Ævar og Bóas ehf.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
a)Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að útfæra fyrirliggjandi drög að samningum með þeim markmiðum að hægt sé að afgreiða ofangreinda samninga á næsta fundi sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson situr hjá þar sem gögn komu inn rétt fyrir fundinn og því ekki svigrúm til að kynna sér þau til hlítar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla upplýsinga frá sviðsstjóra veitu- og hafnasvið um fyrirkomulag framkvæmda veitna við gervigrasvöllinn.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Til máls tók:
Dagbjört Sigurpálsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun hvað varðar a) lið:
"J-listinn er ekki tilbúinn að ganga frá samningi um gervigrasvöll við UMFS fyrr en allri óvissu um byggingar og rekstrarkostnað hefur verið eytt. "
Einnig tóku til máls:
Jón Ingi Sveinsson.
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem leggur jafnframt fram eftirfarandi bókun til að gera grein fyrir atkvæði sínu:
"Hvað varðar óvissuþætti um byggingar og rekstarkostnað tel ég að búið sé að leggja mikla vinnu í að sjá fyrir þessa þætti eins og hægt er og leita til sérfræðinga hvað það varðar. Fyrir liggja samningar og skjöl þess efnis undir málinu."
a) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi samninga við UMFS um uppbyggingu gervigrasvallar, Dagbjört Sigurpálsdóttir og Katrín Sif Ingvarsdóttir greiða atkvæði á móti.
b) Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
a) Skipulagsbreytingar; Stofnun Eigna- og framkvæmdardeildar:
Byggðaráð samþykkir eftirfarandi tillögu með 2 atkvæðum og að vísa henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson greiðir atkvæði á móti tillögunni:
Stofnuð er eigna-og framkvæmdadeild með þremur starfsmönnum, deildarstjóra og tveimur undirmönnum. Á móti eru lögð niður störf umhverfisstjóra, aðstoðarmanns umhverfisstjóra, umsjónarmanns fasteigna og húsvarðar Dalvíkurskóla. Auk þess er lagt niður sumarstarf forstöðumanns vinnuskóla.
Lögð er áhersla á að sem minnst rót verði á núverandi starfsmenn og bjóða störf eins og hægt er.
Ofangreind tillaga var til umfjöllunar á fundi umhverfisráðs þann 27. mars 2019 og var umsögn umhverfisráðs jákvæð.
Umfjöllun byggðaráðs að öðru leiti bókuð í trúnaðarmálabók.
b) Starf skólastjóra Dalvíkurskóla og efling skólaskrifstofu:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi bókun og tillögu fræðsluráðs frá fundi 27. mars 2019 og að vísa henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar:
Fræðsluráð leggur til að skólastjórastaða Dalvíkurskóla verði auglýst í óbreyttri mynd sem fyrst.
Jafnframt leggur fræðsluráð þunga áherslu á að sérfræðingateymi sem er ráðið að skólum Dalvíkurbyggðar starfi þvert á stofnanir þannig að þekking nýtist þar sem þörfin er mest hverju sinni. Skólastjórnendur vinni saman í stjórnendateymi og umsjónarkennarar í vinnuteymum. Sjá reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik-og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Markmið með sérfræðiþjónustu sveitarfélaga er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. Sérfræðiþjónusta skal beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á.
Fræðsluráð samþykkir að formaður og annar fulltrúi úr fræðsluráði ásamt sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs og kennsluráðgjafa fari í þá vinnu að skilgreina framtíðarskipulag sérfræðiþjónustu fyrir leik-og grunnskóla (nemendur, foreldra og starfsfólk) með það að markmiði að nýtt fyrirkomulag taki gildi í upphafi skólaárs 2019-2020. Í þessari vinnu þarf m.a. að huga að akstri starfsfólks á milli stofnana og fjarfundamenningu.
Umfjöllun byggðaráðs að öðru leiti bókuð í trúnaðarmálabók.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs söluna á ofangreindri bifreið og jafnframt er veitt heimild til að ráðstafa söluandvirði bifreiðarinnar til kaupa á bifreið sem hentar starfsseminni í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun 2019.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að gera forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf. gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til fagráðanna til umfjöllunar og afgreiðslu eftir því sem við á.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að draga saman helstu upplýsingar um ofangreindri samantekt og senda á fjármálaráðherra og afrit á Samband íslenskra sveitarfélaga.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk allt að upphæð kr. 150.000, vísað á deild 21500, risna, gegn framvísun reiknings.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að sækja fundinn ef hann hefur tök á.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar tekur jákvætt í tillögu sem liggur fyrir aukaaðalfundi Eyþings hvað varðar undirbúning að stofnun nýs félags sem taki við verkefnum Eyþings, AÞ og AFE. Hvað varðar höfuðstöðvar finnst byggðaráði Dalvíkurbyggðar mikilvægara að horfa til þeirrar augljósu hagræðingar og skilvirkni sem verður af sameiningu félaganna heldur en að staðsetningar aðalskrifstofu sé gerð að bitbeini. Byggðaráð setur spurningamerki við hagræði af því að hafa fjórar skilgreindar starfsstöðvar í staðinn fyrir tvær auk starfa brothættra byggða. Þá telur byggðaráð eðlilegt og samræmast byggðasjónarmiðum að ráða hæfustu umsækjendur í störf án staðsetningar eins og hægt er m.t.t. nútímatækni og fjarfundamenningar og skilgreina starfslýsingar þannig að starfsmenn séu reglulega á ferð og í góðu samstarfi við sveitarstjórnarfólk á starfssvæðinu.
Byggðaráði Dalvíkurbyggðar líst vel á skipulag nýs félags og skipan stýrihóps eins og það er tilgreint í tillögunni.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og bókun byggðaráðs.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Samkvæmt gildandi Skólastefnu Dalvíkurbyggðar er lögð áhersla á að nemendur fái góða og holla næringu.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að umsögn sveitarstjóra.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í félagsmálaráði.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til Atvinnuvegnanefndar Alþingis að sveitarfélögin fái sanngjarna hlutdeild í gjaldtökunni.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902
Lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn. Liður 6 er sér liður á dagskrá.