Íþrótta- og æskulýðsráð - 107, frá 17.01.2019
Málsnúmer 1901013F
Vakta málsnúmer
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 107
Tekin var fyrir ábending sem kom vegna röðunar á styrkjum úr afreks- og styrktarsjóði. Íþrótta- og æskulýðsrá samþykkir að færa Rebekku Lind Aðalsteinsdóttur upp um einn flokk og fær hún því styrk að upphæð 75.000.- Mismunur að upphæð 45.000 bókast á lykil 9110-06800.
Annars fór þessi fundarliður fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 17:00. Afhentir voru styrkir til einstaklinga úr afreks- og styrktarsjóði fyrir árið 2018.
Eftirtaldir aðilar fengu syrk úr sjóðnum
Harpa Hrönn Sigurðardóttir
- Knattspyrna
Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir
- Skíði og knattspyrna
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir
- Skíði og knattspyrna
Hjörleifur H Sveinbjarnarson
- Hestar og sund
Amalía Nanna Júlíusdóttir
- Sund
Arnór Snær Guðmundsson
- Golf
Agnes Fjóla Flosadóttir
- Sund
Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
- Knattspyrna
Svavar Örn Hreiðarsson
- Hestar
Guðni Berg Einarsson
- Skíði
Ingvi Örn Friðriksson
- Kraftlyftingar
Amanda Guðrún Bjarnadóttir
- Golf
Viktor Hugi Júlíusson
- Frjálsar
Elvar Freyr Jónsson
- Knattspyrna
Brynjólfur Máni Sveinsson
- Skíði
að auki fengu þrjú félög styrki:
Skíðafélag Dalvíkur fékk styrk fyrir verkefnin:
Allir læra á skíði:
Verkefnið er samstarfsverkefni skíðafélagsins og grunnskólanna í Dalvíkurbyggð, og fellst í því að börn í 1.bekk koma 5-6 sinnum í fjallið þar sem þau verja íþrótta-tímanum á skíðum. Þeir sem ekki eru skíðandi fá viðeigandi kennslu og læra grunn-undirstöðuatriði undir leiðsögn starfsmanna skíðasvæðisins og íþróttakennara. Félagið hefur lagt mikið upp úr því að leggja til búnað fyrir þá sem ekki eiga, og voru keypt nokkur "sett" fyrir nokkrum árum. Í ár mun félagið einnig bæta við búnaði fyrir yngstu iðkendurna sem ekki eiga skíði. Með þessu verkefni vill félagið leggja sitt að mörkum í því að kynna íþróttina fyrir öllum börnum sveitarfélagsins og þannig styrkja stöðu sveitarfélagsins sem heilsueflandi samfélag.
Snjór um víða veröld:
Snjór um víða veröl er verkefni þar sem skíðasvæðum víðsvegar um heim býðst að taka þátt hvert á sýnu forsendum. Félagið hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu - en verkefnið er kostað að fullu af hverju svæði sem tekur þátt. Skíðafélag Dalvíkur hefur lagt mikinn metnað í að gera daginn skemmtilegan og fjölbreyttan fyrir alla sem á svæðið mæta. Fyrst ber að nefna að frítt er í lyftur þennann dag, settar eru upp fjölbreyttar þrautir í fjallið fyrir unga sem aldna, troðnar eru göngubrautir ef aðstæður leyfa ásamt því að ýmsar kynningar á skíðaíþróttinni hafa verið haldnar í kringum, eða á deginum. Öllum er boðið upp á heitt kakó og kringlur/kleinur og reynt að skapa skemmtilega fjölskyldu stemningu í fjallinu.
Hestamannafélagið Hringur fékk styrk vegna keppnishóps og Æskulýðsstarfs:
Félagar í Hring eru þess vel meðvitaðir að framtíð félagsins byggir á góðu og öflugu æskulýðsstarfi. Því hafa þeir um árabil lagt rækt við unga fólkið í félaginu og boðið því upp á ýmis reiðnámskeið og fjölbreytt félagsstarf. Samhliða þessu öfluga barna- og unglingastarfi verður settur á fót sérstakur keppnishópur þar sem gert er ráð fyrir 6 iðkendum sem myndu æfa í þremur hópum (tveir og tveir í einu), einu sinni í viku frá febrúar út maí. Alls yrðu það 15 æfingar fyrir hvern iðkanda og 45 æfingar í heildina. Gert er ráð fyrir sjö einkatímum fyrir hvern iðkanda í tengslum við keppnir, hálftíma í senn.
Knattspyrnudeild Dalvík/Reynir fékk styrk þar sem meistaraflokkur Dalvíkur/Reynis varð í sumar Íslandsmeistari í 3.deild karla. Liðið náði frábærum árangri en fyrir tímabil var liðinu spáð einu af fallsætum deildarinnar. Mikil og skemmtileg stemning myndaðist í kringum liðið, vel var mætt á heimaleiki. Liðið var að stærstum hluta byggt upp á heimamönnum og skapaðist ákveðin stemning með því. Ungir og efnilegir leikmenn okkar fengu gott umtal og létu taka eftir sér. Gott starf er unnið í kringum félagið.
Íþrótta- æskulýðsráð veiti einnig Atla Viðari Björnssyni heiðursverðlaun ráðsins fyrir framúrskarandi feril í knattspyrnu.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 107
Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 17:00 og stóð til 17:50. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.
Þórunn Andrésdóttir, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð gestum að þiggja veitingar.
Tilnefndir til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar 2018 voru eftirfarandi:
Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
Amanda Guðrún Bjarnadóttir - Golfklúbburinn Hamar
Ingvi Örn Friðriksson - tilnefndur af íþrótta- og æskulýðsráði eftir ábendingu frá Kraftlyftingarfélagi Akureyrar.
Snorri Eldjárn Hauksson - Knattspyrna - Dalvík/Reynir
Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur
Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS
Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2018 er Amanda Guðrún Bjarnadóttir kylfingur GHD.
Íþrótta- og æskulýðsráð óskar öllum þeim sem tilnefndir voru til hamingju með tilnefninguna og Amöndu Guðrúnu til hamingju með að vera Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2018.
Íþrótta- og æskulýðsráð þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning á kjörinu og nemendum Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir tónlistarflutning á athöfninni.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, er því fundargerðin lögð fram til kynningar í sveitarstjórn.