Íþrótta- og æskulýðsráð - 106, frá 08.01.2019

Málsnúmer 1901003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 309. fundur - 15.01.2019

  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa.

    Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar og ábendingar, að því loknu fór fram leynileg kosning.

    Eftirfarandi tilnefningar bárust:

    Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur

    Amanda Guðrún Bjarnadóttir - Golfklúbburinn Hamar

    Snorri Eldjárn Hauksson - Knattspyrna - Dalvík/Reynir

    Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur

    Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS

    Einnig sendi Kraftlyftingarfélag Akureyrar inn ábendingu um Ingva Örn Friðriksson. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 4 atkvæðum að tilnefna einnig Ingva Örn til kjörs á íþróttamanni ársins.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka til efnislegrar meðferðar tvær umsóknir til viðbótar.

    Elvar Freyr Jónsson
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Elvar Frey um kr. 75.000.- og vísar því á lið 06-80.

    Brynjólfur Máni Sveinsson
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Brynjólf Mána um kr. 75.000.- og vísar því á lið 06-80.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir.


    Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
    Lagt fram til kynningar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .4 201812091 Þing ungmenna 2019
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að Þing ungmenna í Dalvíkurbyggð verði haldið fimmtudaginn 24. janúar 2019 í Víkurröst. Á því þingi verður kosið nýtt ungmennaráð Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Samningar við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð renna út um næstu áramót. Endurnýja þarf núverandi samninga sem voru fyrir síðustu 4 ár. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að fela sviðstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að funda með öllum íþróttafélögunum og kanna hvort það séu óskir um breytingar á núverandi samningum og gera drög að nýjum samningum samkvæmt þeim fundum. Fulltrúar félaga verða svo kallaðir eftir þörfum á fund ráðsins.
    Áætlað er að klára þessa vinnu fyrir vorfund ráðsins í maí. Þessi samningsdrög verða svo nýtt við vinnu við fjárhagsáætlun í haust þar sem endanlegir samningar verði samþykktir.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Kjöri íþróttamanns UMSE 2018 verður lýst í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju þann 9. janúar næstkomandi kl. 18. Auk þess verða veittar viðurkenningar til fjölda einstaklinga, sem hafa orðið Íslands- eða bikarmeistarar, sett Íslandsmet, orðið meistarar á Landsmótum UMFÍ eða eru í landsliðum, unglingalandsliðum, afreks- eða úrvalshópum sérsambandanna.

    Ungmennasamband Eyjafjarðar óskar eftir styrk til þess að halda viðburðinn
    Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu og bendir UMSE að sækja um styrki við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.

    Að auki bíður UMSE fulltrúum Dalvíkurbyggðar að vera viðstaddir kjör íþróttamanns UMSE 2018.
    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fari á viðburðinn fyrir hönd ráðsins.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 106 Fyrir fjárhagsáætlun 2018 sendi GHD inn erindi um ósk um aukið fjárframlag annars vegar vegna vélakaupa og hins vegar vegna hönnunar/úttektar á golfvellinum. GHD fékk samþykki fyrir allt að 5.000.000.- til vélakaupa sem það hefur nýtt og svo 10.000.000.- í hönnunar/úttektarkostnað vegna golfvallar sem GHD nýtti ekki á síðasta ári.

    GHD fannst það ekki réttlætanlegt að taka ósk GHD um að gera ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum og láta kjósa um það ef síðan þarf ekki að gera það með aðra kosti. Með því að gert verði ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum yrði samnýting á þeim mannvirkjum sem nú eru til staðar og það væri hægt að hafa heilsársrekstur með starfsmönnum sem nýtast bæði GHD og SD.

    GHD fannst því óábyrgt að nota/eyða þeim 10 milljónum sem það hafði fengið samþykki fyrir í vinnu/endurbætur sem væri ekki örugglega til lausnar á framtíðaraðstöðu golfklúbbsins.

    Fram kemur að hver sem niðurstaðan verður í staðsetningu golfvallar, er eftir sem áður mikil þörf á fjármagni til viðhalds og endurbóta á þeim mannvirkjum og tækjum sem þegar eru í rekstri klúbbsins. Stjórn GHD er að vinna að framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir klúbbinn fyrir næstu ár, sem verður skilað inn fljótlega á nýju ári.
    Lagt fram til kynningar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Eru því allir liðir hennar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.