Íþrótta- og æskulýðsráð - 101, frá 02.07.2018
Málsnúmer 1806010F
Vakta málsnúmer
Til afgreiðslu:
3. liður.
4. liður.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 101
Farið var yfir gögn sem eru undir gagnagáttinni, s.s. reglugerðir og samþykktir, starfsáætlun og erindisbréf. Einnig var farið yfir ritun fundargerða, hæfi og vanhæfi og fleira sem snýr að störfum nefndarmanna. Ráðið mun taka erindisbréfið til frekari endurskoðunar á næsta fundi ráðsins.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 101
Þórunn Andrésdóttir lagði til að fastur fundartími íþrótta- og æskulýðsráðs verði fyrsti þriðjudagur í mánuði og að fundir hefjist klukkan 8:15. Gert er ráð fyrir að fundir verði ekki lengur en 2 klukkustundir.
Samþykkt með 5 atkvæðum.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 101
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að halda aldurstakmörkum við 14 ár áfram. Einnig samþykkir ráðið að breyta reglum á þann veg að börn á aldrinum 12-14 ára fái að koma í fylgd með fullorðnum eða undir handleiðslu einkaþjálfara.
Einungis sé leyfilegt að hafa eigin börn með sér og að hámarki 2 börn í senn. Menntaðir einkaþjálfarar mega einnig sinna tveimur börnum á aldrinum 12-14 ára í senn.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 101
Íþrótta- og æskulýðsráð telur umsóknina ekki falla að reglum um launalaust leyfi og leggur til að erindinu verði hafnað.
Þar sem erindið felur í sér frávik frá verklagsreglum um launalaust leyfi, skal leggja hana fyrir byggðaráð til endanlegrar afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs um að hafna umsókn um launalaust leyfi þar sem það er ekki í samræmi við reglur sveitarfélagsins um veitingu launalausra leyfa.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 101
Tímarammi og verkefni tengd starfs- og fjárhagsáætlunarvinnu kynnt ráðinu.
Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu byggðarráðs og eru þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar.