Landbúnaðarráð - 117, frá 11.05.2018

Málsnúmer 1805004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

Til afgreiðslu:
3. liður
4. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund landbúnaðarráðs Bjarni Th. Bjarnason, sveitastjóri, og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði, kl. 13:30.

    Á 867. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarndi bókað:
    'Á 858. fundi byggðaráðs var m.a. samþykkt eftirfarandi: 'Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins. Lagt fram til kynningar.' Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 20. mars 2017, til Dalvíkurbyggðar og Pacta lömanna er varðar fyrirhugaða hesthúsalóð. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. '

    Ofangreint mál var einnig áfram til umfjöllunar á fundum byggðaráðs nr. 864 og nr. 865.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi við Viðarholt ehf., Freydísi Dönu Sigurðardóttur, kt. 010672-5549, Árskógi lóð 1, vegna fyrirhugaðrar byggingar hesthúss í Dalvíkurbyggð.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að landbúnaðarráð fjalli um málið á fundi sínum í dag kl. 13:30 vegna samninga um beitiland. Byggðaráð leggur áherslu á að farið verði yfir þau atriði sem standa út af og felur bæjarlögmanni að fara yfir málin með forsvarsmönnum Viðarholts ehf. og lögmanni þeirra."
    Landbúnaðarráð - 117 Bjarni Th. Bjarnason, sveitastjóri, og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði, viku af fundi kl. 13:57.
    Ráðið þakkar þeim Bjarna og Guðmundi fyrir yfirferð á stöðu málsins.

    Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjendur samkvæmt umræðum á fundinum og gera uppkast að nýjum leigusamningi.
    Ráðið leggur til að haldin verði aukafundur eftir hádegi mánudaginn 14. maí vegna málsins.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu sameiginleg greinargerð Guðrúnar V Steingrímsdóttur lögfræðings Bændasamtakanna og Ólafs Dýrmundssonar fyrrverandi ráðunautur Bændasamtakanna vegna fjallskilamála í Dalvíkurbyggð. Landbúnaðarráð - 117 Samkvæmt niðurstöðu greinagerðarinnar er ekki heimilt að leggja dagsverk á sauðlausar jarðir í Dalvíkurbyggð án samþykkis viðkomandi umráðamanns þar sem eingöngu er stuðst við fjárfjölda við niðurröðun dagsverka.
    Þar sem grunnviðmið við álagningu gangnadagsverka í Dalvíkurbyggð er fjárfjöldi en ekki landverð eins og heimilt er í lögum að nota.
    Ef landverð væri notað sem viðmið þá myndi það þurfa að gilda á allar jarðir í sveitarfélaginu.


    Að gefnu tilefni vill landbúnaðarráð benda á að allir umráðendur lands í Dalvíkurbyggð skulu smala sín heimalönd samhliða fyrstu og öðrum göngum og gera skil á ókunnu fé sem þar kann að vera.
    Ráðið vill beina því til fjallskilastjóranna að þeir ítreki ábendingar til landeigenda hvað varðar heimalöndin jafnt og send er út niðurröðun fjallskila.

    Þá skal því beint til fjallskilastjóra að þeir noti í öllum deildunum þremur sömu viðmiðunartölu til mats á dagsverkum sem yrði þá fyrir næstkomandi haust kr. 8.870,-
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2018. Landbúnaðarráð - 117 Samkvæmt fyrri samþykktum og skoðanakönnunum leggur landbúnaðarráð til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 7. til 9. september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar eða um helgina 14. til 16 september. Framvegis verður reiknað með að önnur og þriðja helgi í september verði fastar gangnahelgar.

    Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 6. október og 7. október.


    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 24. apríl 2018 óskar Zophonías Jónmundsson eftir breytingu á gangnadögum samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Landbúnaðarráð - 117 Vegna beiðni frá Zophoníasi Jónmundssyni um að fá að framkvæma fyrstu göngur 25. til 26. ágúst eða 1.-2. september 2017, samþykkir landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar að veita frávik um viku frá auglýstum gangnadögum og þá með þeim skilyrðum að leggja til gangnamenn helgina 7-9 september á Ytra- Holtsdal samhliða auglýstum gangnadögum.

    Landbúnaðarráð vill benda á að ekki hafa verið gerðar athugasemdir við að bændur smali sín heimaupprekstarlönd á sína ábyrgð vegna sumarslátrunar óháð auglýstum gangnadögum, en taka skal fram að ef komi fram ókunnugt fé við þannig smölun þá skal því komið aftur á fjall.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóðameð 7 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Stöðuyfirlit á málaflokk 13210 frá 1. janúar til 1.mars 2018. Landbúnaðarráð - 117 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu ábending íbúa vegna kattahalds ofl. á Dalvík. Landbúnaðarráð - 117 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar áréttar við alla hunda og kattaeigendur að fylgja þeim reglum sem í gildi eru í sveitarfélaginu, samanber samþykktir um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Formaður landbúnaðarráðs leggur til að komið verði upp upplýsingaskilti við Tungurétt nú í sumar. Landbúnaðarráð - 117 Landbúnaðarráð leggur til að útbúið verði skilti þar sem fram kemur byggingarsaga réttarinnar ofl.
    Sviðsstjóra falið að koma málinu í farveg.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.