Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864, frá 18.04.2018

Málsnúmer 1804010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 303. fundur - 15.05.2018

3. liður; sér liður á dagskrá.

  • .1 201804065 Trúnaðarmál
    Undir þessum lið kom Dagur Óskarsson á fund byggðarráðs kl. 13:00


    Dagur vék af fundi kl. 13:46.

    Bókað í trúnaðarmálabók.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:47.

    Á 859. fundi byggðaráðs þann 8. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:59. Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 voru samþykkt drög að auglýsingu þar sem óskað verði eftir tilboði í leigu og rekstur á félagsheimilinu Rimar á grundvelli þess að fyrirliggjandi var samþykki Stórvals hf. um að leigusamningi milli Dalvíkurbyggðar og Stórvals hf. yrði sagt upp. Hlynur gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda. Hlynur vék af fundi kl. 15:15.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með tillögu að lausn í samræmi við umræður á fundinum. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 17. apríl 2018, er varðar kostnað Stórvals ehf. vegna uppsetningar á rafmagnsstaurum og þráðlausu neti á tjaldsvæði á Rimum í tengslum við lok á leigusamningi um Rima á milli Stórvals ehf. og Dalvíkurbyggðar með gildistíma 2017-2027.

    Til umræðu ofangreint.

    Hlynur vék af fundi kl. 14:04.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 14:05.

    Á 304. fundi umhverfisráðs þann 12. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:

    "Til umræðu endurnýjun á reykköfunarbúnaði slökkviliðs Dalvíkur. Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Anton Hallgrímsson slökkvilisstjóri
    Vilhelm anton vék af fundi kl. 08:50 Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að farið verði strax í kaup á umbeðnum búnaði samkvæmt innsendu erindi slökkviliðsstjóra dags. 19. mars 2018. Samþykkt með fimm atkvæðum."

    Til umræðu ofangreint.

    Vilhelm Anton vék af fundi kl. 14:20
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi og viðauka nr. 10 / 2018 við deild 07210 allt að upphæð kr. 5.214.000. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.
  • .4 201711054 Trúnaðarmál
    Undir þessum lið sat fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

    Bókað í trúnaðarmálabók.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864
  • Undir þessum lið sat Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, fundinn.

    Á 863. fundi byggðaráðs þann 11. apríl 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að leggja fyrir byggðaráð sem fyrst drög að samkomulagi við húseigendur að Hafnabraut 16 og 18 þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélagið komi að lausn málsins með framlagi allt að kr. 2.000.000 og að málinu sé þá lokið til framtíðar hvað varðar aðkomu sveitarfélagsins. "

    Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir framvindu málsins á milli funda.

    Til umræðu ofangreint.

    Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 14:44 til annarra starfa.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 15:00
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að fá skriflegt svar frá eigendum að Hafnarbraut 16 og 18 hvort þeir fallist á ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs frá 11. apríl 2018. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Ný lög um opinber innkaup tóku gildi þann 29. október 2016. Í 123. gr. eru þó ákvæði um gildistöku einstakra ákvæða.

    Til umræðu myndun vinnuhóps sem hafi það hlutverk að yfirfara og endurskoða innkaupareglur Dalvíkurbyggðar með ný lög til hliðsjónar og samhliða þeirri yfirferð verði farið yfir fyrirkomulag innkaupa hjá sveitarfélaginu og vinnuhópurinn komi með tillögur að breytingum, þar sem og/eða ef við á.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 864 Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að óska eftir tilnefningum frá framkvæmdastjórn í 3 manna vinnuhóp. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.