Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821, frá 11.05.2017

Málsnúmer 1705005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 293. fundur - 20.06.2017

Til staðfestingar:
Liður 5
Liður 8
Liður 9
Liður 10
Liður 12
Liður 13
Liður 14
Liður 15
Liður 16, a).
Liður 17.

  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

    Á 800. fundi byggðaráðs þann 19. október 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október 2016 var eftirfarandi bókað m.a.: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritað minnisblað frá ofangreindum vinnuhópi, dagsett þann 11. október 2016, þar sem fram kemur að óskað er eftir að fjármagn verði sett í byggingar á þjónustuíbúðum fyrir fólk með fötlun í Dalvíkurbyggð. Gert er ráð fyrir að hönnun og útboð fari fram á árinu 2017 og framkvæmdir á árinum 2018 og 2019. Upphæðir í áætlun er byggðar á reynslutölum frá öðrum sveitarfélögum, en ekki liggur fyrir hvort og þá hversu mikil þátttaka ríkisins er í slíkri byggingu. Í meðfylgjandi tillögu að fjárfestingum er lagt til 20 m.kr árið 2017, 75 m.kr. árið 2018 og 75 m.kr árið 2019. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingar hvað varðar fjármögnun og rekstrarframlag."
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir 20 m.kr. kostnaði vegna ofangreinds verkefni inn á fjárhagsáætlun 2017 en óskar jafnframt eftir að fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánasjóði komi á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri til að fara yfir með hvaða hætti er gert ráð fyrir að fjármögnum á húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk verði og skýra útfærsluna. "

    Á 203. fundi félagsmálaráðs þann 8. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Lagt er fyrir bréf frá foreldrum fatlaðara ungmenna í Dalvíkurbyggð, bréf dagsett þann 25.ágúst 2016, þar sem fram koma áhyggjur þeirra af búsetumálum ungmennanna sem fullorðnum einstaklingum í sveitarfélaginu.
    Félagsmálaráð tekur undir með foreldrum fatlaðra ungmenna um þörf á búsetuúrræði þeirra til framtíðar. Búið er að skipa vinnuhóp og vonandi fljótlega á nýju ári verði farið í gang með frekari undirbúningsvinnu vegna byggingar íbúðarkjarna. Félagsmálaráð mun óska eftir því við vinnuhópinn að vera upplýst um gang mála. "

    Vinnuhópinn skipa; sveitarstjóri, sviðstjóri félagsmálasviðs og sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

    Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs og sveitarstjóri kynntu þá vinnu og upplýsingaöflun sem átt hefur sér stað hjá vinnuhópnum.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 13.23.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 819. fundi byggðaráðs þann 27. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:15. Tekið fyrir erindi frá foreldrum fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 23. apríl 2017, þar sem þess er farið á leit við byggðaráð að sett verið fram hið fyrsta tímasett áætlun um hvernig sveitarfélagið hyggst mæta búsetuþörf fatlaðra ungmenna í byggðarlaginu. Óskað er eftir að tímasett áætlun verði tilbúin fyrir fjárhagsáætlunargerð 2018 og að foreldrum fatlaðra ungmenna veðri gert kleift að koma að þeirri áætlun. Einnig er þess farið á leit við byggðaráð að sveitarfélagið fari í fararbroddi fyrir atvinnurekendur í byggðarlaginu með því að sýna fordæmi og greiða götur fatlaðra ungmenna í atvinnuleit í byggðarlaginu. Til umræðu ofangreint. Á fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir kr. 20.000.000 á fjárhagsáætlun Eignasjóðs vegna hönnunar og undirbúnings fyrir byggingu á íbúðum fyrir fatlað fólk í Dalvíkurbyggð. Sviðsstjóri félagsmálasviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar vinnu vinnuhóps um ofangreint verkefni til að mæta búsetuþörf fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð en í þeim vinnuhópi eru sveitarstjóri, sviðsstjórar félagsmálasviðs og umhverfis- og tæknisviðs. Eyrún vék af fundi kl. 14:41
    Byggðaráð þakkar foreldrum fatlaðra ungmenna fyrir erindið. Sveitarfélagið hefur nú þegar hafið vinnu við þarfagreiningu og vinnan við verkefnið um búsetuþörf fatlaðs fólks er í farvegi. Byggðaráð mun fá vinnuhóp um búsetuúrræði á sinn fund þar sem næstu skref í vinnunni verða tímasett og hún formgerð. Markmiðið er að það verði komin drög að áætlun fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð. Varðandi atvinnu fyrir fötluð ungmenni í byggðarlaginu þá hefur sveitarfélagið sýnt gott fordæmi og vilji er til að gera enn betur og fá fleiri fyrirtæki og atvinnurekendur í sveitarfélaginu með í lið. "
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Valdemar Þór Viðarsson, formaður menningaráðs, og Kristján E. Hjartarson, aðalmaður í menningarráði, kl. 13:24. Heiða Hilmarsdóttir, varamaður á fundi byggðaráðs, er einnig aðalmaður í menningaráði.

    Á 62. fundi menningaráðs þann 2. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Jóhann Antonsson kom á fundinn og ræddi framhald verkefnisins.
    Fram kom að Jóhann hefur á undanförnum misserum unnið að öflun heimilda. Nú er verkefnið komið á það stig að huga þarf að skipun þriggja manna ritnefndar sem heldur utan um verkefnið að rita sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar. Menningarráð óskar eftir að hitta Byggðaráð og ræða framhald verkefnisins. "

    Til umræðu ofangreint.

    Valdemar Þór og Kristján viku af fundi kl. 14:03.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ráðið muni koma með tillögu að fulltrúum í ritnefnd um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar fyrir mánaðarmótin maí / júní 2017. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að leigusamningi um leigu á félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal.

    Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti ofangreind drög.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs komi með samningsdrögin aftur fyrir byggðaráð þegar búið er að skoða þær ábendingar sem fram komu á fundinum. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Jón Ingi Sveinsson, varaformaður íþrótta- og æskulýðsráðs, og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 8:15.

    Á 86. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Umræður um útboð á rekstri tjaldsvæðis.
    Umræður um undirbúning á útboði á rekstri tjaldsvæðis og var niðurstaðan að formaður og varaformaður óski eftir að mæta á fund byggðaráðs þann 9. febrúar 2017 og í framhaldinu yrði gengið frá útboðsgögnum.'

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að rekstur á tjaldsvæðinu á Dalvík verði boðinn út. Byggðaráð felur sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að útbúa útboðsgögn."

    Auglýst var eftir rekstraraðila að tjaldvæði og var umsóknarfrestur til 3. maí s.l., sbr. heimasíða Dalvíkurbyggðar https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/auglyst-eftir-rekstraradila-ad-tjaldsvaedi

    Sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir þeim umsóknum sem bárust:´

    Ólafur P. Agnarsson, kt. 041070-5529 og Guðrún Sveinsdóttir, kt. 210677-5509.
    Draumablá ehf., kt. 500216-1660 (Agnes Ýr Sigurjónsdóttir og Gísli Rúnar Gylfason.
    Landamerki ehf., kt. 211273-5429.

    Til umræðu ofangreint. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir fundi íþrótta- og æskulýðsráðs sem haldinn var að morgni 11. maí. Niðurstaðan ráðsins var að samþykkt var samhljóða að ganga til samninga við Landamerki ehf.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs um að gengið verði til samninga við Landamerki ehf. Drög að samningi komi síðan fyrir byggðaráð. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu byggðaráðs með 7 atkvæðum.
  • .6 201705081 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók.

    Hlynur vék af fundi kl. 14:56.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821
  • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Frestað.
  • Tekið fyrir erindi frá Þjóðskjalasafni íslands, rafbréf dagsett þann 8. maí 2017, þar sem óskað er umsagnar um reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns. Í viðhengi er bréf þjóðskjalavarðar og reglugerðardrögin. Umsagnarfrestur er til og með 16. júní n.k. Þann 15. maí n.k. er kynningarfundur um reglugerðardrögin í Þjóðskjalasafni. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umsagnar menningaráðs í samráði við sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og forstöðumann Héraðsskjalasafns Svarfdæla í Dalvíkurbyggð.
    Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og forstöðumanni Héraðsskjalasafns að vera fulltrúar Dalvíkurbyggðar á kynningarfundinum þann 15. maí n.k. en fundurinn er einnig sendur yfir vefinn.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs
  • Tekið fyrir bréf frá Landskerfi bókasafna hf, dagsett þann 2. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. miðvikudaginn 24. maí n.k. kl. 14:00 í Reykjavík. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns sæki fundinn, ef hún hefur tök á. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóðameð 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir bréf frá stjórn Menningarfélagsins Bergs ses., dagsett þann 3. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 17. maí n.k. kl. 16:00 í Menningarhúsinu í Bergi. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sæki fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Landsneti, dagsettur þann 3. maí 2017, þar sem fram kemur að Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Hér með er kynnt matslýsing áætlunarinnar með von um að sem flestir kynni sér efni hennar.Matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 30. maí 2017.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á fundi framkvæmdastjórnar þann 6. mars s.l. var samþykkt að taka þátt í verkefninu Eigið eldvarnareftirlit í gegnum VÍS. Fyrir liggja drög að samningi við Eldvarnarbandalagið um samstarf um auknar eldvarnir. Sjá nánar á heimasíðu Eldvarnarbandalagsins; http://eldvarnabandalagid.is/ Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka þátt í þessu verkefni og fyrirliggjandi samningsdrög. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 4. maí 2017 þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi frá Hjallaseli ehf., kt. 410716-0460, forsvarsmaður Jónas Þór Leifsson, kt. 140385-2399, staðsetning er Ytri-Hagi, fnr. 215-6490. Heiti reksturs er Sólsetur og sótt er um flokk II.

    Fyrir liggur umsögn byggingafulltrúa.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Á 807. fundi byggðaráðs þann 12. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 21. desember 2016 þar sem Ólafur D. Torfason sækir um sem forsvarsmaður fyrir Íslandshóteli hf. kt. 630169-2919 um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga fyrir Fosshótel Dalvík, Skíðabraut 18, 620. Dalvík, flokkur V.
    Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um afgreiðslur byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra, sem liggja ekki fyrir."

    Ofangreind afgreiðsla byggðaráðs var staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar 2017.

    Með fundarboði byggðaráðs er bréf frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafbréf dagsett þann 8. maí 2017, þar sem fram kemur að búið var að gefa jákvæðar umsóknir vegna Fosshótels Dalvík en búið sé að selja reksturinn og nýr aðili er Aurora Leisure ehf, kt. 460307-0900, og forsvarsmaður Þórarinn Kristjánsson, kt. 0111245-4719. Óskað er eftir samþykki umsagnaraðila að nýr aðili taki við leyfinu.

    Fyrir liggur umsögn byggingafulltrúa.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekin fyrir tillaga að Velferðarstefnu Dalvíkurbyggðar frá stýrihópi og rýnihópi sem yrði þá hluti af Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar.
    Stýrihópurinn; Launafulltrúi, leikskólastjóri Krílakots, skólastjóri Dalvíkurskóla, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
    Rýnihópurinn;
    Veitu- og hafnasvið; Þorsteinn K. Björnsson.
    Dalvíkurskóli; Lovísa María Sigurgeirsdóttir.
    Árskógarskóli; Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Félagsmálasvið; Eyrún Rafnsdóttir.
    Leikskólinn Krílakot; Katrín Sif Ingvarsdóttir.
    Umhverfis- og tæknisvið; Ingvar Kristinsson.
    Tónlistarskólinn á Tröllaskaga; Magnús Guðmundur Ólafsson.
    Íþrótta- og æskulýðsmál; Gísli Rúnar Gylfason.

    Tilgangur Velferðarstefnunnar er:
    "Fjarvistir tengjast heilsu og líðan starfsmanna og þeim kröfum sem gerðar eru á mismunandi vinnustöðum og störfum. Gott skipulag á vinnustað, öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi, auk meðvitaðrar stjórnunar fjarvista og stuðnings við endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys, hafa áhrif á fjarveru frá vinnu. Slík stefna og skráning fjarvista, ásamt almennri umræðu um fjarvistir er mikilvæg til að stuðla að velferð einstaklingsins og vinnustaðarins."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að Velferðarstefnu og að hún verði hluti að Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Á 765. fundi byggðaráðs þann 21. janúar 2016 var fjallað um málefni er varðar sölu og leigu á fasteignum í eigu Dalvíkurbyggðar og tillögur vinnuhóps sem byggðaráð og síðan sveitarstjórn samþykktu.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga vinnuhópsins (vinnugögn) en fyrir liggur að flestar tillögur vinnuhópsins hafa verið framkvæmdar eða þær eru í vinnslu.

    Með fundarboði fylgdi einnig:
    Skýrsla vinnuhóps um nýtingu húsnæðis Gamla skóla. Málsnr. 201511067.
    Skýrsla vinnuhóps um framtíðarnýtingu Ungós. Málsnr. 201506051.
    Skýrsla vinnuhóps um eflingu og framtíð Árskógarskóla. Málsnr. 201512115.

    Til umræðu ofangreint.


    Eftirfarandi er lagt til:
    a) Hvað varðar "Gamla skóla" þá er ca. 70% húsnæðisins í eigu ríkisins og ca. 30% í eigu Dalvíkurbyggðar. Á fundi framkvæmdarstjórnar 08.05.2017 var rætt um að fá óháðan aðila til að gera viðhaldsáætlun, síðan yrði fasteignasali fenginn til að gera verðmat á eigninni og í framhaldinu þá yrði stefnt að því að óska eftir hugmyndum frá íbúum hvað varðar ráðstöfun á húsnæðinu.

    b) Hvað varðar Víkurröst þá er spurning hvort hægt væri að markaðssetja húsið og ná fram meiri nýtingu með því að gera húsið að Frístundahúsi. Hvað með t.d. klifurvegginn, nýtingu og ábyrgð á honum? Hægt er að skoða að markaðssetja afþreyingarpakka; t.d. golfhermir, klifurveggur. Vísað er til íþrótta- og æskulýðsráðs að haldið verði áfram með vinnu vinnuhóps um Frístundahús og eftirfarandi er hugmynd að vinnuhópi; íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður barna- og unglingaráðs Golfklúbbsins, upplýsingafulltrúi ‚ einn aðili t.d. úr ferðaþjónustunni, s.s. starfsmaður frá Bergmönnum vegna tengingar við ferðaþjónustu og klifur.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu hvað varðar "Gamla skóla" að höfðu samráði við ríkið.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu hvað varðar Víkurröst.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar a) lið, b) liður er til afgreiðslu í fundargerð íþrótta- og æskulýðsráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngustofu, dagsett þann 8. maí 2017, þar sem óskað er umsagnar samkvæmt 2 mgr. 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigur vegna umsóknar Jóhanns Peter Andersen, kt. 101044-3199, um að reka ökutækjaleigu að Skíðabraut 18. 620. Dalvík. Sótt er um leyfi fyrir 1 ökutæki í útleigu. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigur skal starfsleyfi veitt að fenginni jákvæðri umsögn sveitarstjórnar í því umdæmi sem ökutækjaleiga mun hafa fasta starfsstöð. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint starfsleyfi verði veitt. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Karlakór Dalvíkur, dagsett þann 29. apríl 2017, þar sem kórinn þakkar fyrir frábæra móttöku sem haldin var í Bergi laugardaginn 22. apríl fyrir Heklumót, samband norðlenskra karlakóra. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 5. maí 2017, þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarps til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál, eigi síðar en 19. maí n.k. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 821 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls og aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.