Íþrótta- og æskulýðsráð - 85, 05.01.2017.
Málsnúmer 1701002
Vakta málsnúmer
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 85
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka fyrir umsókn Guðna Berg Einarssonar til meðferðar. Umsóknin var ekki meðal þeirra umsókna sem tekin voru fyrir á síðasta fundi. Þar sem ekki er hægt að útiloka að um tæknileg mistök haf verið að ræða, er umsóknin tekin fyrir. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að styrkja Guðna Berg Einarsson um kr. 125.000.- og vísar því á lið 06800-9110.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 85
Tekin fyrir styrkumsókn frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE). Óskar UMSE eftir styrk vegna ársþings UMSE sem haldið verður í Dalvíkurbyggð árið 2017. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atvkæðum að leggja til við Byggðaráð að UMSE verði styrkt sem nemur húsaleigu í Árskógi.
Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að allar styrkumsóknir berist að hausti ár hver, þegar Dalvíkurbyggð auglýsir eftir styrkumsóknum svo hægt verði að gera ráð fyrir þeim við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.
-
Íþrótta- og æskulýðsráð - 85
Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 16:00 og stóð til 16:55. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.
Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð gestum að þiggja veitingar.
Verónika Jana Ólafsdóttir, nemendi í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga flutti 2. kafla úr fiðlukonsert í a-moll eftir Vivaldi, með henni spilaði Páll Szabó.
Veittar voru viðurkenningar úr afreks- og styrktarsjóði sem samþykktar voru á síðasta fundi ráðsins.
Að því loknu lék á píanó og söng Selma Rut Guðmundsdóttir nemandi í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga lagið Love of my life með Queen.
Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar:
Alls tilnefndu 5 íþróttafélög aðila í kjör til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. Eftirtaldir aðilar eru því íþróttamenn sinnar greinar árið 2016:
Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
Arnór Snær Guðmundsson - Golfklúbburinn Hamar
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán
Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur
Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS
Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2016 er Arnór Snær Guðmundsson kylfingur hjá Golfklúbbnum Hamri.
Óskar íþrótta- og æskulýðsráð öllum aðilum til hamingju og Arnóri Snæ til hamingju með titilinn Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2016.
Íþrótta- og æskulýðsráð þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning á kjörinu og nemendum Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir tónlistarflutning á athöfninni.
Bókun fundar
Til máls tóku:
Valdís Guðbrandsdóttir.
Heiða Hilmarsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.