Fræðsluráð - 204, frá 26.04.2016.
Málsnúmer 1604010
Vakta málsnúmer
-
Fræðsluráð - 204
Skýrsla og kynning vinnuhópsins rædd og aðilar sammála um að halda áfram leik- og grunnskólastarfi við Árskógarskóla samkvæmt núverandi skipulagi enda sé það forsenda þess að efla og styrkja búsetu á Árskógsströnd. Fræðsluráð tekur undir tillögu vinnuhópsins um að við innritun barna í leik- og grunnskóla verði foreldrum kynntir allir þeir valkostir sem í boði eru í sveitarfélaginu. Það kallar á einfaldari og aðgengilegri framsetningu á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð leggur til að ákvörðum um fyrirkomulag á rekstri félagsheimilisins Árskógar verði vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs sem skoði málið samhliða vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun á komandi hausti.
Fræðsluráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnnin störf.
Bókun fundar
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Valdís Guðbrandsdóttir.
Bjarni Th. Bjarnason.
Heiða Hilmarsdóttir, sem leggur til að þessum lið verði vísað aftur til fræðsluráðs til endurskoðunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar að vísa þessum lið aftur til fræðsluráðs til endurskoðunar.
Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.