Ungmennaráð - 10, frá 07.04.2016.
Málsnúmer 1604003
Vakta málsnúmer
-
Ungmennaráð - 10
Ungmennaráð hvetur stofnanir Dalvíkurbyggðar að kyngreina ekki salerni ef þær geta það. Það eru einstaklingar í þjóðfélaginu sem kjósa að kyngreina sig ekki út frá hinum hefðbundu skilgreiningu sem karl eða kona og myndi þetta auðvelda slíkum einstaklingum að velja sér salerni.
Eiður Máni Júlíusson er ekki sammála og telur að þetta þurfi ekki að gera.
-
Ungmennaráð - 10
Ungmennaráð telur að það þurfi að huga betur að því að það verði búið að moka helstu leiðir að skóla áður en skóli hefst á morgnana. Einnig telur ráðið að það þurfi að hreinsa betur gangstéttar meðfram götum bæjarins, í stað þess að safna snjó á þær og gangandi vegfarendur þurfi þar af leiðandi að ganga á götunni með tilheyrandi hættu. Einnig telur ungmennaráð að hreinsa þurfi betur stærri skafla og safna ekki eins mikið upp í hauga, þar sem þeir minnka útsýni með aukinni slysahættu.
-
Ungmennaráð - 10
Ályktun frá ungmennaráðsstefnu UMFÍ Ungt fólk og lýðræði lögð fram til kynningar.
-
Ungmennaráð - 10
Óskað hefur verið eftir því að 6 ungmenni fari á vinabæjarmót í Lundi í Svíþjóð 20.-22. júní nk. Allir 5 fulltrúar ungmennaráðs gefa kost á sér í ferðina og mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi finna einn aðila til viðbótar.
Bókun fundar
Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.