Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772, frá 31.03.2016.

Málsnúmer 1603010

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 279. fundur - 19.04.2016

  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Freyr Antonsson, varaformaður landbúnaðarráðs, kl. 13:00.

    Á 103. fundi landbúnaðarráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Til afgreiðslu tillaga að stofnun fjallgirðingasjóðs fyrir Árskógsdeild.
    Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að stofnaður verði fjallgirðingasjóður í Árskógsdeild samkvæmt framangreindum forsendum. Sviðsstjóra falið að endurskoða erindisbréfið fyrir næsta fund ráðsins."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
    Tillaga að fjallskilagjaldi vegna fjallgirðingar.
    Tillögur fulltrúa landeigenda á Árskógsströnd um stofnun fjallgirðingarsjóðs, bréf dagsett þann 6. mars 2016.
    Drög að erindisbréfi fyrir fjallskiladeild Árskógsdeildar.
    Minnisblað sveitarstjóra um fjallgirðingar og fjallgirðingarsjóð.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita vilyrði fyrir stofnun fjallgirðingarsjóðs fyrir Árskógsdeild.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að landbúnaðarráð hafi umsjón með sjóðnum og úthlutun úr honum.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs leggi fyrir endurskoðuð drög að erindisbréfi fyrir landbúnaðarráð í samræmi við ofangreint.
    Bókun fundar 1. liður a): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
    1. liður b): Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiöslu byggðaráðs.
  • Á 103. fundi landbúnaðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Til afgreiðslu innsent erindi frá forsvarmönnum landeigenda á Árskógsströnd vegna endurnýjunar á fjallgirðingu.
    Á fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir um kr. 500.000 til viðhalds á umræddri girðingu. Landbúnaðarráð leggur til við byggðaráð að veitt verði aukafjárveiting kr. 2.500.000 á málaflokk 13210 á árinu 2016 og við gerð fjárhagsáætlunar í haust verði verkefnið metið eftir sumarið og áætlun gerð til þriggja ára líkt og venja er"

    Til umræðu ofangreint.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.500.000 ,vísað á lið 13210 og til lækkunar á handbæru fé.
    Byggðaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisvið að kanna hvort hægt sé að skera niður á móti ofangreindum viðauka.
  • Á 771. fundi byggðaráðs þann 17. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Á 103. fundi landbúnaðaráðs þann 10. mars 2016 var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið mættu kl. 08:20 Haukur Sigfússon, Haraldur Ólafsson og Gunnsteinn Þorgilsson refaskyttur. Ottó B Jakobsson mætti undir þessum líð sem varamaður Gunnsteins Þorgilssonar. 201602061 - Refa og minkaeyðing 2016 Til umræðu refaeyðing og greiðslur fyrir grenjavinnslu. Landbúnaðarráð þakkar þeim Hauki,Haraldi og Gunnsteini fyrir gagnlegar umræður. Ráðið leggur til við byggðaráð að greiðslum fyrir refaeyðingu verði breytt á eftirfarandi hátt. Vetrarveitt dýr kr. 9.000 Grenjadýr kr. 14.000 Vitjun fyrir hvert greni kr. 2.500 Sviðsstjóra falið að útbúa drög að reglum varðandi upplýsingar um útsetningu á æti við vetrarveiðar. Haukur Sigfússon, Haraldur Ólafsson og Gunnsteinn Þorgilsson viku af fundi kl 09:30 Ottó vék einnig af fundi eftir afgreiðslu þessa liðs kl. 09:55." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispunktar frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er varðar reglur um gildandi greiðslur og rök fyrir tillögu að breytingum: Gildandi reglur vegna greiðslu fyrir refaskott voru eftirfarandi. Grenjadýr kr. 9.000 Vetraveitt dýr kr 9.000, en fyrir þá sem ekki voru ráðnir skyttur kr 7.000. Kílómetragjald var svo greitt ásamt tímagjaldi við grenjavinnslu. Sú breyting sem lögð er til er í samræmi við þær reglur sem gilda í sveitarfélögunum í kringum okkur og gera það að verkum að betra er að halda utan um útlagðan kostnað. Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð samþykkir að fresta afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum".

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur Þór og Freyr viku af fundi kl.13:50.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur.
  • Tekið fyrir erindi frá Íslandspósti, bréf dagsett þann 4. mars 2016, frá forstjóra Íslandspóst ohf., sem er svarbréf við ályktun byggðaráðs í tilefni af fyrirhuguðum breytingu á póstþjónustu.

    Fram kemur meðal annars að ástæða þess að gripið er til fyrirhugaðara breytinga er sú að bréfasendinum hefur fækkað verulega á síðustu árum. Það hefur leitt til þess að póstþjónustan hefur verið rekin með tapi. Ástæða er til þess að fullvissa byggðaráð Dalvíkurbyggðar um það, að metnaður stjórnenda Íslandspósts stendur tvímælalaust til þess að þjónusta íbúa sveitarfélagsins svo sem best verður á kosið. Að sama skapi er vonast til þess að á því sé fullur skilningur að stjórnendur Íslandspósts geta ekki fremur en aðrir haldið uppi þjónustu, sem takmörkuð eftirspurn er eftir og sem ekki skilar nægjum tekjum.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Lagt fram til kynningar.
  • Á 761. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2015 var eftirfarandi bókað:
    "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá vinabænum Lundi í Svíþjóð, dagsettur þann 24. nóvember 2015, og varðar vinabæjamótið sem haldið verður í Lundi 20. - 22. júní 2016. Hér með er 5 fulltrúum frá Dalvíkurbyggð boðin þátttaka, sem og 5 ungmennum. Einnig er gert ráð fyrir þátttöku Norræna félagsins. Vinabæjamótinu er því skipt upp í þrjá hluta. Óskað er eftir að tilkynningar um þátttöku verði sendar eigi síðar en 1. mars 2016.
    Lagt fram til kynningar. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi dagskrá og upplýsingar vegna vinabæjamótsins, minnisblað sveitarstjóra frá 29. mars 2016, og umsókn Lund f.h. vinabæjanna um styrk frá Erasmus.

    Til umræðu ofangreint.

    Á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016 er gert ráð fyrir kr. 320.000 vegna vinabæjasamskipta.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Lagt fram til kynningar.
  • Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní 2015 var eftirfarandi niðurstaða bókuð:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að samningur við VÍS verði framlengdur í samræmi við ákvæði samningsins og hugað verði að útboði á næsta ári."

    Til umræðu ofangreint.

    Í starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir útboði á vátryggingum sveitarfélagsins.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafinn verði undirbúningur að útboði á vátryggingum sveitarfélagsins og felur framkvæmdastjórn að koma með tillögur að vinnuhóp og hvert skuli leita með ráðgjöf.
  • Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., bréf ódagsett, þar sem boðað er til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2016 föstudaginn 8. apríl 2016 kl. 15:30 í Reykjavík.

    Allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt að sækja aðalfundinn svo og fulltrúar fjölmiðla.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Lagt fram til kynningar.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 837 frá 18. mars 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 772 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.