Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46, frá 06.04.2016.

Málsnúmer 1603009

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 279. fundur - 19.04.2016

  • Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var ákveðið að farið yrði yfir framkvæmdir ársins á næsta fundi ráðsins.
    Farið var yfir framkvæmdalista ársins og stöðu hvers liðar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Ráðið felur sviðsstjóra að framkvæmdir verði settar í útboð sem fyrst.
  • Nauðsynlegt er að fá starfsmann til afleysinga vegna sumarleyfa og viðhalds. Yfirhafnavörður fór yfir stöðu mála. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Til kynningar.
  • .3 201601130 Fundargerðir 2016
    Fyrir fundinum lá fundargerð 383. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 1. apríl sl.

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Lögð fram til kynningar.
  • Með rafpósti sem sendur var 8. mars 2016 barst erindi frá Elvari Reykjalín "Fyrir hönd íbúa á Hauganesi hef ég verið beðinn um að koma á framfæri eftirfarandi:

    1. Opin skolplögn fyrir þorpið austan grjótgarðs getur ekki talist viðunandi og er búin að sitja á hakanum í mörg ár.
    Það er orðið algengt að ferðafólk labbi um fjöruna og klappirnar og hafa margir lýst undrun sinni á skolpmálunum á staðnum.
    Óskum við eftir því að lögnin verði framlengd vel niður fyrir stórstraums fjöruborð strax og vorar.

    2. Kofakumbaldar við Aðalgötu 1 eru mikil lýti á þessu annars snyrtilega þorpi og óskum við eftir að þeir verði fjarðlægðir hið fyrsta ef þeir hafa ekki stöðuleyfi.

    4. Jarðbor út á bökkum við grjótnám sem er lítið meira en ryðhrúga blasir við öllum sem koma í þorpið og stingur mjög í augu og óskum við eftir að hann verði fjarlægður hið fyrsta og moldarhaugar við grjótnám verði jafnaðir út.

    Okkur þætti vænt um að fá svar sem fyrst varðandi viðbrögð við þessum óskum."

    Undir málinu er eftir farandi minnisblað sem dagsett er 10. mars 2016.

    "Undirritaður ásamt sviðsstjóra veitu- og hafna fór og heimsótti Elvar Reykjalín bréfritara og fórum við yfir þau málefni sem hann sendi inn. Þorsteinn upplýsti að á áætlun væru kr. 2.500.000 til fráveitu á Hauganesi á þessu ári. Einnig upplýsti hann að haft hafi verið samband við annan eiganda Dalverks sem hefur með tækið við námuna norðan við þorpið að gera. Þeim verður gert að fjarlægja tækið af landi sveitarfélagsins. Undirritaður mun beita sér fyrir að eiganda Aðalgötu 1 verði gefin kostur á aðstoð við að fjarlægja þau mannvirki sem byggð hafa verið í óleyfi á lóðinni."

    Börkur Þór Ottósson




    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Veitu- og hafnaráð tók fyrir 1. lið sem snýr að fráveitu og bendir á að í fjárhagsáætlun fyrir 2016 er gert ráð fyrir 2.500.000.- í að lengja útrásina.
  • Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var ákveðið að farið yrði yfir framkvæmdir ársins á næsta fundi ráðsins.
    Einnig var ákveðið að fá Árna Svein Sigurðsson, verkfræðing, til að fara yfir ýmis mál er lúta að hugsanlegri stækkun á dreifikerfi hitaveitunnar eða þjónustu hennar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Sviðstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda ársins.
    Árna Sveini falið að taka saman kostnað vegna stækkunar lagnakerfis samkvæmt umræðum á fundinum og skila því fyrir næsta fund ráðsins. Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að fá Bjarna Gautason frá Ísor til fundar við ráðið.
  • Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var ákveðið að farið yrði yfir framkvæmdir ársins á næsta fundi ráðsins. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Ráðið felur sviðsstjóra að framkvæmdir verði settar í útboð sem fyrst.
  • Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var ákveðið að farið yrði yfir framkvæmdir ársins á næsta fundi ráðsins. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 46 Ráðið felur sviðstjóra að framkvæmdir verði settar í útboð sem fyrst. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.