Umhverfisráð - 273, frá 12.02.2016.

Málsnúmer 1602002

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 277. fundur - 16.02.2016

  • Til umræðu vetrarþjónusta og aðrar framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar í Dalvíkurbyggð 2016. Umhverfisráð - 273 Ráðið þakkar þeim Pálma og Vali fyrir greinargóða yfirferð á stöðu mála. Pálmi kom með uppfært samkomulag um helmingamokstur og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar til undirritunar.
    Sviðsstjóra falið að stilla upp samanburði á nokkrum útfærslum á heimreiðamokstri fyrir næsta fund.
  • Til umræðu tillaga slökkviliðsstjóra á leiðum til innheimtu á útlögðum kostnaði við vöktun brunaviðvörunarkerfa. Umhverfisráð - 273 Umhverfisráð þakkar Vilhelmi Antoni fyrir greinargóðar skýringar og leggur til við byggðarráð að framlögð gjaldtaka verði innleidd vegna vöktunar á brunaviðvörunarkerfum stofnana.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 23. desember 2015, þar sem athygli sveitarfélaga er vakin á því að Alþingi hefur samþykkt frumvarp innanríkisráðherra um framlengingu B-gatnagerðargjalds.

    Þessi lagabreyting skiptir eingöngu máli fyrir þau sveitarfélög sem ekki hafa enn lokið framkvæmdum við lagningu bundins slitlags á eldri götur.
    Umhverfisráð - 273 Lagt fram til kynningar
  • .4 201501129 Fundargerðir 2015
    Til kynningar fundagerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 15. desember og 3. janúar síðastliðnum. Umhverfisráð - 273 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar fundargerðir HNE.
  • Til kynningar eftirfylgni við áður sent erindi frá Umhverfisstofnun vegna skilta utan þéttbýlis. Umhverfisráð - 273 Ráðið felur sviðsstjóra að senda erindi á þá aðila sem eru með auglýsingarskilti með þjóðvegum innan sveitarfélagsins. Einnig óskar ráðið eftir tillögum sviðsstjóra að reglum um auglýsingarskilti í sveitarfélaginu á næsta fund.
  • Með innsendu erindi, dags. 5. febrúar 2016, óskar Kristján E. Hjartarsson, fyrir hönd eigenda efri hæðar að Hafnarbraut 10 Dalvík, eftir byggingar -og framkvæmdarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 273 Umhverfisráð samþykkir innsenda umsókn með fyrivara um samþykki meðeigenda í húsinu og einnig skal framkvæmdin grendarkynnt nærliggjandi húsum áður en formlegt leyfi er veitt. Bókun fundar
    Til máls tók Kristján E. Hjartarson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar.

    Kristján vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:36.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Kristján Hjartarson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

    Kristján kom inn á fundinn að nýju kl. 16,37.


    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.