Atvinnumála- og kynningarráð - 16, frá 03.02.2016

Málsnúmer 1602001

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 277. fundur - 16.02.2016

  • Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.

    Að þessu sinni fór ráðið í heimsókn í Bruggsmiðjuna.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 16 Atvinnumála- og kynningarráð þakkar móttökurnar.
    Lagt fram til kynningar.
  • Emil Björnsson, Símey, kom inn á fundinn kl. 14:20

    Haldið áfram að vinna að gerð atvinnu- og auðlindastefnu Dalvíkurbyggðar. Á þessum fundi var sérstaklega farið yfir með hvaða hætti aðkoma Dalvíkurbyggðar gæti orðið að atvinnulífinu ásamt því að fara yfir námskeiðs- og fræðslumöguleika fyrir starfsmenn fyrirtækja í sveitarfélaginu.

    Upplýsingafulltrúi lagði fyrir ráðið drög að vinnureglum um aðkomu Dalvíkurbyggðar að atvinnulífinu.

    Emil Björnsson yfirgefur fundinn kl. 15:05.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 16 Ráðið þakkar Emil fyrir góða kynningu.
    Lagt fram til kynningar.
  • Verkefnið um Ímynd Dalvíkurbyggðar hefur verið í gangi nú um nokkurt skeið en unnið er að verkefninu í þremur hlutum: Dalvíkurbyggð sem vinnustaður, Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitandi og Dalvíkurbyggð sem samfélag. Vinna við fyrstu tvo hlutana er langt komið eða lokið. Búið er að skipa vinnuhóp fyrir síðasta hluta verkefnisins, Dalvíkurbyggð sem samfélag og hefur hann fundað einu sinni. Á þeim fundi var ákveðið að nota rýnihópa til að kanna betur ímynd íbúa Dalvíkurbyggðar af sveitarfélaginu. Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið drög að skiptingu í rýnihópa.



    Atvinnumála- og kynningarráð - 16 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að Rúna Kristín Sigurðardóttir taki sæti Lilju Bjarkar Ólafsdóttir í vinnuhóp en hún hefur hætt störfum fyrir ráðið.

  • .4 201501135 Fyrirtækjaþing 2015
    Á 14. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var bókað:
    "Þann 5. nóvember síðastliðinn fór fram fyrirtækjaþing atvinnumála- og kynningarráðs undir yfirskriftinni "samvinna og samstarf fyrirtækja". Hannes Ottósson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sá um framkvæmd þingsins. Auk þess að fá almenna fræðslu um samvinnu og samstarf fyrirtækja unnu þátttakendur að tillögum að samstarfsverkefnum.

    Til dæmis komu fram hugmyndir að Dekurdögum í Dalvíkurbyggð, orkuklasa, Dalvíkurbyggð sem kennsluþorp, samstarf í kringum fólkvanginn og fleira í Böggvisstaðafjalli og klasinn Fjöllin-ströndin-víkin-dalurinn.

    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að boða til fyrsta fundar í hverju verkefni fyrir sig. Upplýsingafulltrúa falið að fylgja fundunum eftir. "

    Farið nánar yfir hvaða klasa á að boða til fundar.


    Atvinnumála- og kynningarráð - 16 Til umræðu.
  • Farið yfir möguleika á að koma upplýsingum til nýrra íbúa í sveitarfélaginu. Upplýsingafulltrúi upplýsir ráðið um hvernig staðið er að þessu í dag. Atvinnumála- og kynningarráð - 16 Frestað. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.