Veitu- og hafnaráð

3. fundur 22. maí 2013 kl. 17:00 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Berglind Björk Stefánsdóttir Formaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
  • Freyr Antonsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Svanfríður Inga Jónasdóttir Hafnastjóri
Dagskrá

1.Hafskipakantur á Dalvík

Málsnúmer 201303120Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur nýtt minnisblað frá Siglingastofnun, Sigurði Sigurðarsyni og Baldri Bjartmarssyni, dags. 6. maí 2013, um aðkomu skipa að nýjum hafskiptakanti. Minnisblaðið er skrifað í kjölfar þess að það var skoðað hvort lega kantsins gæti verið önnur en fram kom á teikningu með minnisblaði dags. 15. apríl 2013. Meðfylgjandi eru þrjár tillögur; A, B og C.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að tillaga C og dýpkunarsvæði verði samkvæmt mynd 4, verði skoðuð nánar og að óskað verði eftir kostnaðarútreikningum á grundvelli hennar.

2.Fráveita dælustöð suður

Málsnúmer 201304092Vakta málsnúmer

Á 2. fundi veitu- og hafnaráðs voru til kynningar breytingar á suður dælustöð fráveitunnar. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kr. 4.000.000,-, í þá framkvæmd, en sé farin sú leið sem hér er til umræðu gæti kostnaður aukist um kr. 4.000.000,-.
Ráðið samþykkir að fara að þeirri tillögu sem fyrir liggur en óskar jafnframt að ýtrasta hagræðis sé gætt við framkvæmdina og rekstur fráveitu á árinu.

3.Íbúagátt, mín orka.

Málsnúmer 201305055Vakta málsnúmer

Dalvíkurbyggð er að fara að opna íbúagátt sem þátt í að auka þjónustu við bæjarbúa. Einn þáttur er að viðskiptavinir Hitaveitu Dalvíkur geti kynnt sér ýmsar upplýsingar úr upplýsingakerfi veitunnar sem ber heitið "Mín orka".
Kynnt var tilboð það sem fram kemur í rafpósti til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs sem dagsettur er 14.05.2013.Sviðstjóra falið að ræða frekar við Applicon um málið.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Berglind Björk Stefánsdóttir Formaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
  • Freyr Antonsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Svanfríður Inga Jónasdóttir Hafnastjóri