Með fundarboði byggðaráðs fylgdi vottunarákvörðun frá iCert, dagsett þann 20. desember sl., þar sem fram kemur að með hliðsjón af öllu því sem framan greinir og öllum gögnum málsins hefur vottunarnefnd iCert nú lokið afgreiðslu málsins og tekið ákvörðun um að veita Dalvíkurbyggð vottun á að jafnlaunakerfi Dalvíkurbyggðar uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012, í samræmi við 7. gr. reglugerðar nr. 1030/2017, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85, sbr. ákvæði laga nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, með síðari breytingum.
Því til staðfestingar veitir iCert Dalvíkurbyggð vottunarskírteini til varðveislu með gildistíma til þriggja ára frá útgáfudagsetningu með fyrirvara um áframhaldandi samræmi við kröfur staðalsins. Dalvíkurbyggð er veitt heimild til notkunar vottunarmerkis iCert fyrir jafnlaunavottun í samræmi við reglur iCert þar að lútandi.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður úr skýrslu jafnlaunakerfis.