Ákvörðun um kjörstaði og kjördeildir vegna forsetakosninga 1. júní nk.

Málsnúmer 202405052

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi eftirfarandi tillaga vegna kosninga til Forseta Íslands, laugardaginn 1.júní 2024.

a)
Kjörskrá
Samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar þá hefur byggðaráð umboð sveitarstjórnar að semja kjörskrá vegna almennra kosninga, fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurðar um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi.
Samkvæmt nýjum kosningalögum þá þarf sveitarstjórn ekki lengur að staðfesta kjörskrá og þar af leiðandi þarf ekki lengur að undirrita kjörskrá þegar hún er lögð fram almenningi til sýnis. Jafnframt tekur núna Þjóðskrá Íslands við athugasemdum við kjörskrá.

b)
Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna forsetakosninga 1. júní 2024, sbr. 11. gr. III. kafla kosningalaga nr. 112 frá 25. júní 2021 og sbr. 78 gr. XIII. kafla sömu laga, með síðari breytingum.

Sbr. 11. og 78. gr. kosningalaga nr. 112 frá 25. júní 2021 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.


Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að vegna kosninga til Forseta Íslands, þann 1.júní nk. þá verði fjöldi kjördeilda ein í Dalvíkurbyggð og að kjörstaður verði í Dalvíkurskóla.