Tekið fyrir erindi frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, dagsett þann 26. september sl., þar sem fram kemur að til þess að ná markmiðum Íslands í orku- og loftlagsmálum þarf orkuskipti í samgöngum á landi. Í umhverfis- og orku og loftslagsráðuneytinu er unnið að endurskoðun fyrirliggjandi aðgerðaáætlunarum orkuskipti frá árinu 2017. Bent hefur verið á að til að ná fyrrgreindum markmiðum þurfi aðbyggja hratt upp hleðsluinnviði og dreifi- og flutningskerfi raforku.Ljóst er að staðarval fyrir lóðir undirhraðhleðslustöðvar fyrir smáa og stóra bíla er mikilvægt skipulagsmál, enda varðar miklu að hugaðsé að áhrifum á umferð, þörf fyrir aðra þjónustu og að litið sé til framtíðar í jarðefnaeldsneytislausulandi. Í því sambandi þarf að huga að aðgengi áhugasamra aðila að lóðum undir hraðhleðslustöðvarog hleðslugarða og svigrúmi raforkufyrirtækja til að byggja upp innviði sem þjóna þurfahleðsluþörfinni, Orkustofnun hefur bent á að við staðarval vegna hraðhleðslustöðva þurfi að hafa í huga nálægðinavið mikilvæga innviði raforkukerfisins, eins og tengipunkta flutningskerfisins (tengivirki). Í ljósiþess að sveitarfélögin í landinu fara með skipulagsgerð innan sinna sveitarfélagamarka telurráðuneytið rétt að benda þeim á þennan mikilvæga þátt, þrátt fyrir að margir aðrir þættir geti einnighaft áhrif á heppilegt staðarval.
Orkustofnun hefur bent á að æskilegt sé að sveitarfélög útbúi orkuskiptaáætlun á sínu svæði í góðu samræaði við helstu hagaðila, þar með talið dreifiveitur. Markmið orkuskiptaáætlunar er veraleiðarljós við skipulagsvinnu þannig að unnt sé að skapa svigrúm til nauðsynlegrar uppbyggingarinnviða í skipulagi og hafa til reiðu mögulegar lóðir sem henta. Hafa verður í huga að orkuskipti álandi ná til einkabíla,bílaleigubíla, hópferðabíla og vöruflutningabíla.