Undanþaga vegna fjarlægðar frá vegi. Brautarholt 2 í Svarfðardal

Málsnúmer 202304025

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 10. fundur - 20.06.2023

Tekin fyrir umsögn Skipulagsstofnunar til Innviðaráðuneytisins vegna óskar Dalvíkurbyggðar eftir undanþágu frá gr. 5.3.2.5, lið d. í skipulagsreglugerðnr. 90/2013 um fjarlægð bygginga frá stofn- og tengivegum, vegna byggingar íbúðarhúsnæðis við Skíðadalsveg.
Einnig lagt fram minnisblað byggingafulltrúa Eyjafjarðar með frekari rökstuðningi fyrir Dalvíkurbyggð þar sem hann vísar meðal annars í byggðamynstur í Svarfaðardal og ákvæði Aðalskipulags um fjölda heimreiða.
Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir rökstuðning byggingafulltrúa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.