Ráðning verkefnastjóra tæknideildar.

Málsnúmer 202205030

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1026. fundur - 05.05.2022

Undir þessum lið sat Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, fundinn.

Auglýsing um starf Skipulags- og byggingafulltrúa var framlengd til og með 1. maí sl.
Sjá nánar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar;
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-1/laust-til-umsoknar-skipulags-og-byggingafulltrui

Sviðsstjóri óskar eftir heimild til að ráða í starf verkefnistjóra tæknideildar en störfum byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa verði áfram útvistað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sviðsstjóri framkvæmdasviðs hafi heimild til að auglýsa laust til umsóknar og ráða í 100% starf verkefnisstjóra á tæknideild. Störf byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa verði áfram leyst með aðkeyptri þjónustu.

Sveitarstjórn - 345. fundur - 10.05.2022

Á 1026. fundi byggðaráðs þann 5. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið sat Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, fundinn. Auglýsing um starf Skipulags- og byggingafulltrúa var framlengd til og með 1. maí sl. Sjá nánar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar; https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-1/laust-til-umsoknar-skipulags-og-byggingafulltrui Sviðsstjóri óskar eftir heimild til að ráða í starf verkefnastjóra tæknideildar en störfum byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa verði áfram útvistað. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sviðsstjóri framkvæmdasviðs hafi heimild til að auglýsa laust til umsóknar og ráða í 100% starf verkefnisstjóra á tæknideild. Störf byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa verði áfram leyst með aðkeyptri þjónustu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um að heimila sviðsstjóra framkvæmdasviðs að auglýsa laust til umsóknar og ráða í 100% starf verkefnisstjóra á tæknideild í stað starfs skipulags- og byggingafulltrúa. Verkefnum byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa verði áfram útvistað.