Tekinn fyrir rafpóstur dags. 30.03.2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þessi póstur var sendur til stjórnenda velferðarþjónustu á landsbyggðinni. Útlendingastofnun óskar eftir því að fá að koma þeim skilaboðum á framfæri við einstaklinga sem sækja um vernd úti á landi að þeir snúi sér til félagsþjónustu þess sveitarfélags þar sem þeir dvelja til að fá afhent gögn frá Útlendingastofnun. Þetta fyrirkomulag myndi stytta umsækjandanum sporin og tryggja jafnframt að viðkomandi sveitarfélag fær snemma upplýsingar um dvöl umsækjandans í sveitarfélaginu.