Fjárhagsáætlun 2020 - Heildarviðauki I

Málsnúmer 202003102

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 945. fundur - 28.05.2020

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2020. Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 60,2 m.kr. (var 93,6 m.kr.) en þar af er Aðalsjóður neikvæður um 43,3 m.kr (var jákvæður um 755 þús.kr.).
Rekstrarniðurstaða B-hluta er jákvæð um 39,1 m.kr. (var 28,7 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samtals er jákvæð um 82,1 m.kr. (var 105 m.kr.).
Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 370 m.kr (voru 351,6 m.kr.).
Byggðaráð samþykkir samhljóða heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2020.

Sveitarstjórn - 326. fundur - 16.06.2020

Á 945. fundi byggðaráðs þann 28. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2020. Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 60,2 m.kr. (var 93,6 m.kr.) en þar af er Aðalsjóður neikvæður um 43,3 m.kr (var jákvæður um 755 þús.kr.).
Rekstrarniðurstaða B-hluta er jákvæð um 39,1 m.kr. (var 28,7 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samtals er jákvæð um 82,1 m.kr. (var 105 m.kr.).
Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 370 m.kr (voru 351,6 m.kr.).

Byggðaráð samþykkir samhljóða heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2020."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2020.