Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 28. febrúar 2019, þar sem fram kemur að ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj.kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: „Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa“. Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu.
Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku verkefninu. Gert er ráð fyrir að velja þrjú sveitarfélög til þátttöku til viðbótar við Akureyrarkaupstað, sem átti frumkvæði að verkefninu. Umsókn þarf að styðjast við samþykkt sveitarstjórnar og sendast á meðfylgjandi formi í s.l. 30. apríl nk. Kynningarfundur verður haldinn 13. mars nk.
Til umræðu ofangreint.