Beiðni um fjölgun stöðugilda á Krílakoti

Málsnúmer 201703003

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 214. fundur - 08.03.2017

Guðrún Halldóra og Ágústa komu til fundar klukkan 8:15.
Með fundarboði fylgdi greinargerð Hlyns Sigursveinssonar, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, þar sem gerð er grein fyrir aukinni sérkennsluþörf í leikskólanum sem nemur einu stöðugildi. Auk þess vantar, vegna fyrirséðra langtímaveikinda og aðstæðna á leikskólanum, starfsmann í 100% stöðu fram að sumarlokun leikskólans og annan í 100% stöðu til áramóta.



Fræðsluráð samþykkir erindið með 5 atkvæðum og felur Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarmála, að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja það síðan fyrir byggðaráð Dalvíkurbyggðar.





Byggðaráð - 814. fundur - 09.03.2017

Á 214. fundi fræðsluráðs þann 8. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði fylgdi greinargerð Hlyns Sigursveinssonar, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, þar sem gerð er grein fyrir aukinni sérkennsluþörf í leikskólanum sem nemur einu stöðugildi. Auk þess vantar, vegna fyrirséðra langtímaveikinda og aðstæðna á leikskólanum, starfsmann í 100% stöðu fram að sumarlokun leikskólans og annan í 100% stöðu til áramóta.

Fræðsluráð samþykkir erindið með 5 atkvæðum og felur Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarmála, að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja það síðan fyrir byggðaráð Dalvíkurbyggðar."



Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 13:49.



Til umræðu ofangreint.



Hlynur vék af fundi kl. 14:04.
Með vísan í erindi frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsvis, dagsett þann 8. mars 2017, samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 3 / 2017 við fjárhagsáætlun 2017, deild 04140, að upphæð kr. 8.800.000. Hækkuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé.